Gaman að hlægja að öðrum en það er líka ljótt ...
2.1.2016 | 15:09
Ég tjái mig aldrei um svona nema með atkvæði í þingsal.
Sá sem þetta sagði hefur hingað til ekki verið fjölmiðlafælinn og löngum þekktur fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust, jafnvel þegar engin eftirspurn er eftir þeim. Fyrir vikið er hann nefndur Skörungur ársins á hinu skemmtilega vefriti andriki.is. Þar segir um tilnefninguna:
Skörungur ársins: Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var spurður hvernig hann myndi greiða atkvæði um ÁTVR-frumvarpið. Hann vildi ekki svara því og sagði: Ég tjái mig aldrei um svona nema með atkvæði í þinginu. Því miður var hann ekki spurður hvernig hann myndi greiða atkvæði um eitthvert annað mál, til dæmis afturköllun inngöngubeiðnarinnar í Evrópusambandið.
Svo var valin fundarástæða ársins hjá Andríki og þetta varð fyrir valinu:
Fundarástæða ársins: Ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Hlín Halldórsdóttur, einn fundarmanna á samstöðufundinum og hún hafði þetta að segja: Við erum náttúrulega hingað komin til að sýna samstöðu, þú veist, það er, við erum náttúrlega, ég veit ekkert alveg hvernig ástandið er þar, en ég held að það sé ótrúlega mikilvægt til þess að sýna að það sé þú veist að það sé hægt að kjósa líka um manns eigin líf, og að eins og að fjármálaöflin að þau séu ekki þau sem ráði heldur fólkið í landinu.
Gaman að gera hlegið af seinheppnu fólki í upphafi árs en auðvitað er ljótt að hlægja að öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Sigurður, hún mamma sagði að það ætti ekki að hlæja að vangefnum, og við systkinin gerum nákvæmlega eins og hún og hlægjum þegar það er hlægilegt, og hún hló svo dátt.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.1.2016 kl. 16:45
"Skörungur" getur nú varla talist rétt um þann ágæta mann Árna Pál, enda lítið sköruglegt við formennsku hans í Samfylkingunni, enda vilja sumir þar losna við hans formennsku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2016 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.