Sönn gleði vinstri manna vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars

Rétt á eftir nýársávarpi forseta Íslands opnaði ég svaladyrnar hjá mér og leit út í barrelútsynninginn og élin. Þá var eins og ég heyrði margraddað feginsandvarp innmúraðra vinstri manna, þeirra sem vildu láta þjóðina samþykkja skuldir óreiðumanna,Icesave-samninginn. Loksins, loksins, Ólafur Ragnar ætlar að hætta, sagði kórinn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við mbl.is í dag:

Ætli hans stærsta af­rek á for­seta­ferl­in­um hafi ekki verið að færa þjóðinni rétt­inn til að út­kljá Ices­a­ve-deil­una.

Og skyndilega standa aðrir stjórnmálaforingjar upp, jafnvel þeir sem áttu undir högg að sækja gagnvart þjóðinni og forseta Íslands og þeir mæra Ólaf Ragnar. Þeir eru svo innilega kátir og glaðir með ákvörðun hans að allar misgjörðir eru fyrirgefnar og gleymdar.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og grjótharður stuðningsmaður allra Icesave-samninga ræður sér ekki fyrir kæti er hann segir þetta á Facebook og þerrar gleðitárin um leið:

Bestu þakkir til Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir farsælan embættisferil og bestu óskir um farsæla framtíð til hans og Dorritar.

Birgitta Jónssdóttir, formaður Pírata, sem veit oftast ekki hvort hún er að koma eða fara, en hvað varðar Ólaf Ragnar er hún óskaplega fegin að hann skuli hætta og þetta var það sem henni datt í hug á mbl.is:

Hún seg­ir ákvörðun Ólafs vera góða enda eigi eng­inn lýðræðis­kjör­inn for­seti að sitja eins lengi í embætti og hann hef­ur gert.

Er það ekki annars hafið yfir allan vafa að menn eiga að fá sitja í kjörnum embættum svo lengi sem þjóðin styður þá? Út á það gengur lýðræðið. Hafi Ólafur Ragnar Grímsson setið of lengi þá er það ekki honum að kenna heldur þjóðinni. Ekki hvað Birgittu finnst ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hvort forsetinn verður eilífðarforseti snýst akkúrat ekki um hvað Birgittu finnst.  Var það ekki sama Birgitta og vildi leggja niður forsetaembættið fyrir skömmu, en hafði samt eigið forsetaefni í huga?  Væri ekki nær að Birgitta hætti alfarið í stjórnmálum en vera þar að andskotast út í besta forseta landsins? 

Elle_, 2.1.2016 kl. 00:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ferskur er andi þinn hér, ágæti Sigurður, engin lognmolla né meðvirkni með falskt hljómandi þakkarkór vinstri og jafnvel hægri manna sem Ólafur Ragnar sneri svo laglega á vegna Icesave-málsins, manna sem sízt vildu að hann héldi áfram sem forseti 2012 og aftur á þessu ári.

Heill þér, samherji í baráttunni gegn Icesave-fargani Breta, Hollendinga og þýlyndra þingmanna á Alþingi Íslendinga og ESB-þjónanna mörgu sem óðamála studdu Icesave-frumvörpin. 

Jón Valur Jensson, 2.1.2016 kl. 00:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Máltæki segir "Það er tungunni tamast,sem hjartanu er kærast." Að óska velgjörðarmanni sínum þess að verða forseti Íslands,með áherslu um að hann verðskuldi það,gefur sterklega vísbendingu um hvað Ísland er henni kært og efst í huga.-- Gefðu kost á þér drengur.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2016 kl. 01:03

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Sigurður og gleðilegt ár!

Synjun Ólafs Ragnars á Ice save breytti engu.Þrotabú Landsbankans er að ljúka greiðslu á Ice save skuldinni.Þannig hefði það orðið þó Ólafur hefði engu synjað.Að vísu var ekki unnt að sjá þetta fyrir.Ábyrgð Íslands átti aðeins að gilda ef Landsbankinn gæti ekki borgað. En bankinn borgar upp í topp.Þetta er súr sannleikur fyrir marga en sannleikur samt og erfitt að kyngja honum fyrir mestu aðdáendur Ólafs Ragnars.

Bestu kveðjur

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 2.1.2016 kl. 09:56

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gleðilegt ár Björgvin.

Það menn endurtóku og ítrekuð meðan á Icesave deilinum stóð var að þjóðin ætti ekki að „ábyrgjast skuldir óreiðumanna eins“ og þáverandi ríkisstjórn vildi. Og héldu því einnig fram að um skuldirnar ætti að fara að lögum um banka og þrotabú.

Það sem vinstri stjórnin vildi og gerði samninga við Breta og Hollendinga um var að ríkisstjórn Íslands tæki á sig skuldir og vexti Landsbankann. Það var þetta sem þjóðin neitaði að gangast undir og staðfesting á réttmætinu kom hjá EFTA dómsstólnum. Þrotabú Landsbankann hefur síðan greitt þetta upp í topp, án vaxta.

Bestu þakkir fyrir innlitið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.1.2016 kl. 10:53

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona smá pæling, ég las einhversstaðar að Árni Páll væri að leita sér að útgönguleið vegna lélegs gengis Samfylkingarinnar.  Gæti þetta ekki verið útgangan að hans mati?  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2016 kl. 11:26

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleðilegt ár. Nú kætast vinstri slóðar og aðrir sósar. Upp verða dregnir frambjóðendur sem því miður gætu komist inná Bessastaði vegna úreltra laga um kosningu. Hvernig má það vera að eitt æðsta embætti þjóðar, að menn komist þangað inn með rétt rúm 30% atkvæða..??? Hvað men hin tæp 70% sem ekki kusu þann frambjóðanda..?? Lögin sem samin voru á miðri seinustu öld, gerðu bara ráð fyrir tveimur í framboði. Íslendingum finnst þetta vera lýðræðislegt. Ef það eru fleiri en tveir þarf forkosningu og svo kosningu um þá tvo efstu. Þá fyrst væri hægt að tala um lýðræði. Sama á við prófkjörin. Ekkert lýðræðilegt við þau. Steingrímur situr á þingi með 199 atkvæði á bak við sig á meðan maður í öðru sæti hafði tæp 1500. Sá sem fær flest atkvæði á að vera í fyrsta, en ekki öðru. Enda prófkjörin sniðin til þess að halda forystuhjörðinni inni.Svo með Icesave. Við værum enn að borga og miklu meira heldur en þrotabúin skiluðu vegna vaxta sem áttu að leggjast ofaná. Það er sannleikur sem Icesave elskendum finnst erfitt að kyngja en vildu samt kúga þóðina til þess.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.1.2016 kl. 14:11

8 Smámynd: Elle_

ICESAVE-andstaðan var alltaf um að ríkissjóður ætti ekki að vera ábyrgur fyrir skuldum sem ríkið skuldaði ekki.  Það voru alltaf tryggingasjóðir (breski, hollenski, íslenski) og þrotabúið sem voru ábyrgir fyrir skuldinni og ekkert súrt að vita það þó maður dái forsetann.

Elle_, 2.1.2016 kl. 14:52

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Björgvin, þú gleymir einu þegar þú segir að það hefði enginn munur orðið hvort sem við hefðum samþykkt samninginn eða ekki, en munurinn er sá að við hefðum þurft að borga lang leiðina í 100 milljarða ef ekki meira í óafturkræfa vexti. Ég veit ekki með þig en fyrir mér er margt betra hægt að gera við 100 milljarða en að henda þeim út um gluggann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.1.2016 kl. 14:59

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Gleðilegt ár Sigurður:) Fyrir ykkur hægri fólks unnendur, þá er nú dulítil hræsni í öllu þessu hjá ykkur. Mæra fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins eins og aldrei sé morgundagurinn. Upphafsmann ásamt Jóni Baldvini Hannibalsyni, að stofnun Samfylkingarinar. Kamelljón, sem sveifst einskis, þú veist þetta allt, ekki satt. Í mínum huga er ÓRG ekki ólíkur Josef Fusche í söguni Lögreglustjóri Napoleons eftir Stefan Sweich, nema ÓRG var fremri, hann sveik ekki sjálfan sig á endanum.  

Jónas Ómar Snorrason, 2.1.2016 kl. 15:34

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gleðilegt ár, Jónas Ómar. Mér finnst leitt ef þú tekur orð mín sem hræsni, skrif mín eru líklega ekki nógu góð, þarf greinilga að bæta framsetninguna.

Hins vegar hef ég fylgst með Ólafi Ragnari alla tíð og leist ekkert á að hann skyldi kosinn forseti. Mér hefur þótt hann hins vegar vinna mikið á í embætti og verð honum framar öðru þakklátur fyrir að hafa snúið Icesave samningunum til þjóðarinnar.

Ekki finnst mér sanngjarnt að líkja Ólafi Ragnari við Josef Füsche eins og honum er líst í bók Stefan Zweigs. Füsche setti upp gríðarlegt njósnanet um allt Frakkland og veitti þeim upplýsingar sem hann taldi sér vinveitta eða hann gæti hagnast á. Þar að auki hagræddi hann málum og bar enga persónulega ábyrgð nema að nafninu til. Verk hans kostuðu ábyggilega þúsundir manna lífið. Sönnun frá Fusche dugði til sakfellingar enda ekkert réttarríki á borð við það sem hér er í dag.

Þessum tveimur mönnum er ekki hægt að jafna saman. Hvað sem hver segir er ljóst að Ólafur Ragnar er heiðarlegur maður, það verður aldrei af honum skafið. Hitt má vera rétt að hann hafi verið slóttugur í stjórnmálum. Hver er það sosusm ekki?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.1.2016 kl. 15:50

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ekki átti ég við bókstaflega samlíkingu, heldur meira hugsunarháttinn Sigurður. Báðir komust alltaf undan á einhverjum brögðum, hver sem þau voru, svona pólitísk undanbrögð. En ég hældi forseta í lokin. Reyndar kaus ég hann í 2 fyrsu skiptin, og einlæglega studdi hans fyrstu neitun á undirskrift laga. Icesave er svo annar kapituli, sem endaði vel, hverjum það er að þakka er matsatriði sem endalaust er hægt að rökræða um, sitt sýnist hverjum:)

Jónas Ómar Snorrason, 2.1.2016 kl. 18:37

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bók Stefns Zweig, Lögreglustjóri Napóleons, er hvað sem öllu líður frábær. Las hana fyrst þegar ég var í menntaskóla og tel hana enn með þeim betri sem ég hef lesið. Útgáfan mín er frá 1944, snilldarþýðing Magnúsar Magnússonar. Sé á titilsíðu að móðir mín gaf mér hana.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.1.2016 kl. 18:43

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Móðir mín gaf mér frá föður mínum heitnum, sennilega fyrstu útgáfu þessarar bókar, sennilega þá sömu þýðingu og þú mynnist á. Er sammála, snilldar þýðing og ein af mínum uppáhalds. Lánaði síðan þessa bók, sá aldrei aftur. Ef ég má mæla með einni, sem gerist á að ég held svipuðum tíma, alveg mögnuð bók, man ekki eftir hvern, en bókin heitir Öxin. Sennilega gefin út á svipuðum tíma, og fjallar um böðul, sem var bara að vinna sína "vinnu" hún snart mig nokk.

Jónas Ómar Snorrason, 2.1.2016 kl. 18:57

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Lögreglustjóri Napóleons er frábær bók, eins og Stefans Zweig var von og vísa. Fleiri þekkja sennilega Veröld sem var og dást að því verki hans að verðleikum. En minna þekkt er enn eitt meistaraverk hans, lítil bók (eins og Manntafl hans): Undir örlagastjörnum. Fjórar sögulegar smámyndir, sem Magnús Ásgeirsson þýddi (Menningar- og fræðslusamtök aþýðu, Rv. 1939, 88 bls.). Ein sagan þar, Veraldarmínútan hjá Waterloo (bls. 7-30, er hádramatísk og harmsöguleg, og einnig þar kemur Fouché eitthvað við sögu, en mest þó einn af marskálkum Napóleons, Grouchy.

Jón Valur Jensson, 2.1.2016 kl. 23:38

16 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Manntafl er algert meistaraverk. 

Jónas Ómar Snorrason, 3.1.2016 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband