Gamaldags leiðindapólitík Bjarkeyjar og Brynhildar

Ég er búin að redda þrem­ur millj­ón­um kall­inn minn," seg­ir hún [Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður] lágri röddu áður en hún skipt­ir aft­ur í sína eig­in, án þess að draga úr þung­an­um. „Þetta er þessi póli­tík.“

Sú gamaldags leiðindapólitík er enn iðkuð hjá ýmsum stjórnarandstöðuflokkum á Alþingi að halda einhverju ávirðingum fram án röksemda til að gera lítið úr andstæðingnum. Afleiðing er tvenns konar. Annars vegar að almenningur skilur lítið sem ekkert í umræðunum og hins vegar að hvorki gengur né rekur á Alþingi. Sleggjudómar verða því áfram algildur umræðumáti sem hingað til.

Þetta endurspeglast svo skýrt í ummælum á mbl.is sem höfð eru eftir Bryn­hild­i Pét­urs­dótt­ur þingmanni Bjartrar framtíðar, og Bjarkey Gunn­ars­dótt­ur þingmanni Vinstri grænna í fjár­laga­nefnd sem leggja ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum fram breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þingmennirnir nálgast ekki kjarna málsins með yfirvegun og rökum heldur ráðast með miklum ávirðingum og skömmum að ríkisstjórninni og stuðningsmönnum þeirra. 

Fyrir nokkrum árum  var mikið rætt um að breyta þyrfti umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum, taka málefnalega á hlutum, hætta persónulegum árásum og illdeilum. Vel má vera að þær stöllur séu ekki meðal þeirra sem vilja breyta umræðuhefðinni. Það breytir hins vegar litlu. Þessi pólitík gengur ekki.

Allir vita að útilokað er að komast að sameiginlegri niðurstöðu án yfirvegaðra rökræðna þar sem kurteisi og virðing er í hávegum höfð. 

Mikið óskaplega er pólitík Brynhildar og Bjarkeyjar leiðinleg sem er miður því tillögurnar þeirra og annarra um breytingu á fjárlögunum eru þess virði að velta þeim fyrir sér.


mbl.is Vinahygli í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr Sigurður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.12.2015 kl. 23:01

2 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Sama sagan með þetta þing. Stjórn kvartar yfir vinnufriðleysi og stjórnarandstaða kvabbar yfir öllu. Sáum það berlega er síðasta stjórn sat hvað þingheimur er gallaður. 
Við sjáum að þetta kerfi sem unnið er eftir virkar ekki, en við gerum ekkert til þess að bæta það.

Jón Páll Garðarsson, 9.12.2015 kl. 06:53

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef orðið var við að konum mörgum í minni grennd þykir þetta kvenna lið sem elst er á Alþyngi, konum lítt til sóma og væri snjallt hjá þeim að finna sínu kjafta sögu og þvarg yndi farveg undir spádómsbolla en láta Alþyngi í friði. 

Ég er nokkuð sammála þessum ágætu konum sem alla tíð hafa staði fyrir sínu bæði málfræði og verfræðilega og tel að þær sálar systur þarna á Alþyngi mætu líka hafa með sér sína lukkuláka og gefa þeim bein að naga svo friður verði um stund.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2015 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband