Piparmynt og aðrar myntir

Í Staksteinum Morgunblaðsins fjallar höfundur um hugsanlega upptöku annarrar myntar í stað krónu. Hann segir meðal annars:

Enginn hafði sagt hagfræðingi né fréttamanni að vextir Seðlabanka evru eru nú -0,2%. Bankinn borgar sem sagt með lánum sem hann veitir! Og hvernig stendur á því. Það er vegna þess að kreppa er á evrusvæðinu, sem Landsbankinn myndi frétta af, sendi hann mann á svæðið á meðan tölvusamband bankans liggur niðri. Menn geta svo þráttað um það, hvort að kreppan sé vegna evru eða þrátt fyrir hana.

• • • •
Atvinnuleysi í evrulöndum er að meðaltali rúm 11% og nær 25% í allmörgum löndum. Atvinnuleysi fólks undir þrítugu er yfir 50% víða þar. Heldur einhver að atvinnuleysingjar séu að mæra lága vexti af því að þeir standi í húsbyggingum?

• • • •
Þessir snillingar ættu í snatri að taka upp piparmynt.

• • • •
Þeir blaðra þá minna rétt á meðan.

Margir eru spenntir fyrir því að taka upp krónu og tala fjálglega um lága vexti. Hugsanlegt er að slíkt geti fylgt til dæmis upptöku Evru eða annarrar myntar. Hins vegar eru efnahagslegar afleiðingar þær að þjóðfélag sem ekki býr við eigin mynt hefur ekki tök á að aðlaga sig í áföllum nema með atvinnuleysi.

Slíkar hliðarverkanir þykja sumum óásættanlegar því atvinnulaus maður borðar ekki fyrir mismuninn á háum og lágum vöxtum því tekjurnar vantar. Líklega fá margir óbragði í munninn við tilhugsunina en þá má auðvitað grípa til piparmyntar, hún kostar lítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband