Nú segjast Steingrímur og Árni Páll geta miklu betur en allir ađrir
28.10.2015 | 21:26
Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, segir ađ stjórnvöld hafi í dag búiđ til ţykjustumynd sem sýni gríđarháar fjárhćđir í stöđugleikaframlag, međ ţví ađ telja til framlaga hluti sem eru ekki framlög í nokkrum skilningi.
Ţetta kemur fram í stöđufćrslu á Facebook-síđu Árna Páls sem telur ađ međ ţeirri leiđ sem veriđ sé ađ fara viđ skuldaskil föllnu bankanna ađ veita ţeim undanţágu frá höftum ađ uppfylltum ýmsum stöđugleikaskilyrđum sé veriđ ađ gefa erlendum kröfuhöfum hundruđi milljarđa í afslátt af stöđugleikaskatti.
Ţetta er endursögn dv.is af skođun Árna Páls Árnasonar, ţingmanni og fyrrverandi ráđherra í vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms. Honum ferst rétt eins og Birni hvíta Kađalsyni sem frá segir í Njálu en hann ţótti frekar grobbinn og lítt til stórrćđa.
"Svo mun ţér reynast," sagđi Björn, "ađ eg mun ekki vera hjátćkur í vitsmunum eigi síđur en í harđrćđunum."
Ţannig er nú međ ţá stjórnvitringa sem skipuđu liđ vinstri stjórnarinnar ađ núna ţykjast ţeir eiga hugmyndir og frumkvćđi og geta gert allt miklu betur en allir ađrir. Ţegar ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins hefur unniđ í tvö ár ađ vandamálum sem vinstri stjórnin skapađi og loksins er komin lausn ţá standa ţessir menn upp og hafa allt á hornum sér. Segjast geta gert miklu betur.
Í dálknum Skjóđan í Fréttablađinu í dag segir:
Ţeir félagarnir [Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon] afhentu kröfuhöfum á ţriđja hundrađ milljarđa međ beinum gjafagjörningi á kostnađ viđskiptavina bankanna tveggja. Síđan hefur skotleyfiđ skilađ ţessum bönkum um 50 milljarđa hagnađi á ári hverju. Nú hefur slitastjórn Glitnis bođiđ gjöfina sem meginhluta af sínu stöđugleikaframlagi, bankann sem byggir verđmćti sitt á herför gegn viđskiptavinum sínum og eigum ţeirra.
Hví fór ríkiđ ekki sömu leiđ međ Arion banka og Íslandsbanka og farin var međ Landsbankann? Hví voru fyrrnefndu bankarnir gefnir slitabúum ásamt skotleyfi á viđskiptavini í stađ ţess ađ gefiđ vćri út skuldabréf milli nýja bankans og ţess gamla (í krónum en ekki gjaldeyri!) líkt og gert var međ Landsbankann?
Ekki verđur séđ ađ ráđherrarnir hafi haft umbođ til ađ gefa eigur ríkisins og út frá nýlegu dómafordćmi Hćstaréttar getur vart leikiđ vafi á ađ um umbođssvik var ađ rćđa. Raunar verđur ekki betur séđ en ađ ţessi umbođssvik Steingríms J. og Gylfa gegn ţjóđinni hafi veriđ mun alvarlegri en ţau umbođssvik sem veriđ er ađ dćma menn í margra ára fangelsi fyrir í ýmsum hrunmálum.
Ţetta er sá sami Steingrímur og ćtlađi ađ keyra í gegn um Alţingi óséđan samning í Icesave-deilu Íslands viđ Bretland og Holland samning sem hefđi kostađ ţjóđina 200 milljarđa hiđ minnsta. Já, ekki skorti ráđherrann örlćti gagnvart kröfuhöfum, jafnvel ţegar um ólögvarđar kröfur var ađ rćđa.
En nú lýsir hann áhyggjum sínum yfir fjárhćđ stöđugleikaframlagsins, ráđherrann sem vildi gefa erlendum kröfuhöfum á fimmta hundrađ milljarđa ţó ađ ţjóđin hafi raunar náđ ađ takmarka tjóniđ međ ţví ađ hafna međ öllu Icesave-samningum.
Er hćgt ađ taka nokkurt mark á ţeim sem klúđruđu bönkunum í hendur útlendinga. Eru ţeir bestu mennirnir til ađ gagnrýna ađgerđir núverandi ríkisstjórnar? Ef til vill, en rökin ţessara manna eru hvorki góđ né traustvekjandi. Tími Árna Páls, Steingríms og Gylfa er liđinn ... sem betur fer.
Viđ settum kúluna í byssuna | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.