Hægri menn segja af sér, vinstri menn sitja áfram ...

Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, síðastliðinn sunnudag, neitaði Björk Vilhelmsdóttir að samþykkt tillögunnar hefði verið „kveðjugjöf“ til hennar. Undirbúningur hefði staðið í eitt ár og verið til skoðunar hjá lögfræðingum borgarinnar og innkaupaskrifstofu. Samþykkt tillögunar hefði verið pólitísk stefnumörkun en útfærsla hefði verið eftir. Flokkssystkinin, Dagur B. og Björk, eru sammála um að útfærslan hafi verið eftir en ósammála um að samþykkt borgarstjórnar hafi verið „kveðjugjöf“, sem er ein helsta afsökunin fyrir klúðrinu.
Björk Vilhelmsdóttir upplýsti í viðtalinu að hún hefði ekki haft frumkvæði að tillögunni um að Reykjavíkurborg sniðgengi vörur frá Ísrael. [...]

Sem sagt: Í eitt ár var tillagan í undirbúningi en ekki vannst tími til að útfæra framkvæmd hennar. Enginn - ekki lögfræðingar borgarinnar, starfsmenn innkaupaskrifstofu, fulltrúar í innkauparáði, borgarfulltrúar meirihlutans eða aðrir sem unnu að málinu í að minnsta kosti tólf mánuði - sá neitt athugavert við að setja »viðskiptabann« á Ísrael.

Engar lagalegar flækjur eða lögfræðileg álitsefni og engar viðvörunarbjöllur hringdu. Og samkvæmt upplýsingum Bjarkar hafði 27 orða tillaga legið fyrir í nokkra mánuði áður en hún var samþykkt.

Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður, í vel skrifaðri grein í Morgunblaði dagsins. Í henni tekur hann saman aðalatriðin í dæmalausu klúðurmáli borgarstjórnarmeirihlutans og flótta hans frá staðreyndum málsins. 

Engu er við þetta að bæta öðru en niðurlagsorðum greinarinnar, í þeim felst hinn nöturlegi sannleikur sem hefur tilvísun í stjórnmál undanfarinna missera (feitletrun er höfundar þessa pistils):

Það er skiljanlegt að krafa um afsögn borgarstjóra hljómi. Dagur B. Eggertsson verður að eiga þá ákvörðun við sig sjálfan og stuðningsmenn í borgarstjórn.

En líkurnar á að fallist verði á kröfu um afsögn eru hverfandi enda verður farið eftir óskráðri reglu:

Hægrimenn skulu segja af sér og víkja en vinstrimenn sitja áfram og læra af mistökum.

Svona er nú unnið í einkavinapólitíkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Já einmitt, hvaða hægri maður hefur sagt af sér?  Hanna Birna jú en hún var náttúrulega algjörlega búin að drulla uppá bak mörgum sinnum, laug að þingi og þjóð og átti engan annan kost en að fara frá.  Siðblindan er hinsvegar svo rosaleg að hún er að reyna að troða sér uppá dekk aftur,,það er dæmigerð hægri siðblinda.

Einu mistök Dags í þessu máli var að tengja tillöguna brotthvarfi Bjarkar og að draga tillöguna til baka.  Sem slik átti þetta viðskiptabann eða hvað ber að kalla þetta fullan rétt á sér enda getur siðað fólk almennt ekki horft framhjá framferði Ísraelsstjórnar og Ísraelshers.  Að kalla gagnrýni á þessa aðila Gyðingahatur er nú ekkert minna en helber heimska.

Óskar, 24.9.2015 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband