Göngu- og hjólastígurinn sem vantar á Seltjarnesi

Þörf­in er mjög knýj­andi og við vit­um það al­veg. Við erum full­kom­lega meðvituð um umræðuna, ég hef bæði fylgst með á Face­book og svo er ég sjálf­ur í þessu hjólaum­hverfi og þekki þetta al­veg. Í umræðunni hef­ur aðeins verið að skjóta á mig og ég ætla að standa mína plikt.

Þetta segir Bjarni Þór Álfþórsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. Því ber að fagna að bærinn ætli að búa til hjólstíg frá umhverfis nesið. Það er löngu tímabært.

Hins vegar er það óskiljanlegt að göngu og hjólastígur skuli ekki vera lagður meðfram suðurströnd Seltjarnarness. Hér á ég við leiðina frá götunni Suðurströnd og með sjónum, sunnan Hrólfskálavarar og að Sörlaskjóli. Þar á Reykjavíkurborg að taka við og gera göngu- og hjólastíg framhjá Faxaskjóli og tengja við stígana við Ægissíðu.

Á þessari suðurströnd er kemst enginn um nema fuglinn fljúgandi, verulegur þröskuldur fyrir göngu- og hjólafólk. Þess í stað er því ýtt út á þrönga gangstétt við Nesveg með öllum vegamótum sem þar eru til gangandi og hjólandi fólki til óþurftar.

í fljótu bragði man ég ekki eftir að göngustíg með sjó vanti á neinum öðrum stíg á því landi sem telst til hins forna Seltjarnarness. Undaskil þó Sundahöfn og nágrenni.

Skora nú á Seltirninga að redda þessu og setja göngu- og hjólastíg þarna  á áætlun hjá sér. Sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan. Gott er að tvísmella á hana til að sjá betur. Loftmyndin er frá Samsýn og má finna á ja.is.

Hjólastígur 2

 


mbl.is Hjólastígur löngu tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ragnarsson

Það eru margar einkalóðir á rauðu línunni þinni.  Það er ekki hægt að leggja stíg þarna.

Ívar Ragnarsson, 27.8.2015 kl. 14:08

2 identicon

Tek undir með þér, það vantar algjörlega stíg við ströndina.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband