Grobbsamir Skotar í barnlegum þykjustuleik

Skosku hermennirnir sem ferðast um landið eru sagðir hafa ekið utan vega, keyrt í Holuhrauni og margt annað hræðilegt. Ég leit á heimasíðu og Facebook síðu þeirra og sá engar myndir um nein óhæfuverk. Á meðan get ég ekkert sett út á þá annað en það sem þeir segjast ætla að gera. Enn ferðast þeir bara um í barnalegum þykjustuleik.

Þeir skosku segja eftirfarandi á spjallhluta vefsíðu þeirra 18. ágúst,http://www.operation-ragnarok.co.uk/messages.html:

It is unfortunate that we seem to have received an influx of attention to or website for the wrong reasons. An ill informed individual has suggested that we have stepped outside of Icelandic laws. THIS IS NOT THE CASE.

All of our actions remain legal and respectful to this incredibly beautiful country. All driving activities have taken place within designated tracks found with Icelandic road maps.

Should anyone wish to discuss our actions please email us directly on team@operation-ragnarok.co.uk

We have met some incredibly friendly and welcoming Icelandic people on our travels and thank you for everyone's support so far.

Þetta ætti nú að slá á mesta æsinginn hjá fólki. Í raun vekur frekar óhug að lesa ávirðingar sem Íslendingar ber upp á þessa pilta á spjallsíðunni án þess að hafa meira fyrir sér en óstaðfestar fréttir. Meðan ekkert er ljóst um brot þessara manna ber fólki að tala varlega. Það er hins vegar ekki raunin.

Auðvitað vekur óhug þegar einhver segist ætla að aka upp á íslensk eldfjöll, utan vega og koma þar að auki á bíl sem við fyrstu sýn virðist útbúinn fyrir slíkt.

Raunar er bíllinn frekar ómerkilegur miðað við íslenska jeppa. Hann er lítið upphækkaður og ekki á stórum dekkjum. Miðað við marga útlenda bíla sem maður hefur séð virðist þessi óttalega máttlaus og viðvaningslega útbúinn. Jafnvel ég hef átt betri bíl til átaka í snjó, sem raunar er það eina sem leyfist í utanvegaakstri hér á landi - sem betur fer.

Hugsanlega hafa þessir náungar ekið utan vega við Holuhraun en ég tel útilokað að þeir hafi ekið á því, það er bara ekki gerlegt. Ég hef þar að auki enga trú á að þeir hafi gengið alla leið inn að gígunum í hrauninu. Þangað er langt, gríðarlegt torleiði og ekkert annað að sjá en það sem má virða fyrir sér með miklu minni fyrirhöfn á þúsund stöðum um allt landið.

Ég fékk það sterklega á tilfinninguna að þetta væru grobbsamir gæjar sem þykjast ætla að afreka eitthvað stórkostlegt en þegar til kastanna kemur virðast þeir vera ósköp venjulegir ferðamenn. Þeir birta myndir af sér í skrýtnum aðstæðum, stilla sér hetjulega upp og gera svo ósköp mikið úr því sem á að virðast vera afrek. Í raun virðast þeir ekki gera annað en það sem margir útlendir ferðamenn leyfa sér.

Hinkrum nú við og leyfum lögreglu að spjalla við kauða eða bíðum eftir að sjá myndir af meintum spellvirkjum þeirra.

 


mbl.is Kanna utanvegaakstur hermanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband