Óafvitandi lagði Ísland meira undir en aðrar þjóðir
17.8.2015 | 10:43
Stjórnmálaumræðan hér á landi fer oft skelfilegar leiðir út um víðan völl. Nú er til dæmis því haldið fram að gagnrýni á viðskiptaþvinganir ESB, Bandaríkjanna og annarra þjóða á viðskiptabann á Rússa sé andstætt viðhorfum til mannréttinda. Þetta má lesa í pistlum fjölda gáfumanna og álitsgjafa.
Staðreyndin er hins vegar fjarri því að gagnrýnin sé andstæð málstað íbúa í Úkraínu sem eiga undir högg að sækja vegna innrásar Rússa, innlimun hluta af landsins og stuðning þeirra við uppreisnaraðila í austurhluta landsins.
Evrópusambandið, Bandaríkin og nokkur önnur ríki ákváðu vissulega að setja viðskiptabann á Rússland vegna atburðanna í Úkraínu. Viðskiptabannið er þó fjarri því að vera algjört því það er hannað eftir þörfum stóru ríkjanna sem enn þurfa að kaupa gas frá Rússlandi og selja þangað vörur sem eru efnahag vestur Evrópulanda afar mikilvægar.
Niðurstaðan er því sú að viðskiptabannið er eiginlega meira í orði en á borði. Þýskaland þarf til dæmis enn nauðsynlega á gasi að halda og landið selur tæknivörur, bíla og annað fyrir milljarða til Rússlands. Hið sama á við flest önnur ríki. Hins vegar eru hergögn og tækni sem hægt er að nota í hernaði ekki seld þangað.
Í fljótfærni studdu íslensk stjórnvöld viðskiptaþvinganir á Rússa án þess að huga að afleiðingunum, eða rétt eins og segir í leiðara Morgunblaðsins í síðustu viku:
Það er fyrst nú að renna upp fyrir fólki hversu dýrkeypt þessi síðustu afglöp eru að verða. Því, eins og fyrr sagði, var látið undir höfuð leggjast að gera áhættumat eins og sjálfsagt var og kynna það þjóðinni áður en boðið um aðild að refsiaðgerðum var þegið.
Afleiðingin er sem sagt sú að við þurfum að sæta viðskiptabanni Rússa sem eru mótaðgerðir vegna viðskiptaþvingana vesturveldanna.
Þó málið allt snúist í grunninn um mannréttindi og sjálfstæði þjóða þá stendur eitt og aðeins eitt upp úr: Viðskiptaþvinganir gegn Rússum voru hannaðar á þann hátt að stórveldin töpuðu litlu sem engu á þeim. Um örríkið Ísland er allt annað uppi á tengingnum.
Hafi verið raunverulegur áhugi á því að láta Rússa finna fyrir viðskiptaþvingunum hefði verið lokð fyrir gaskaup þaðan, bannað að flytja út matvöru til Rússland og tækni- og iðnaðarvörur sömuleiðis útilokaðar. Auðvitað var þetta ekki gert enda tilgangurinn með viðskiptabanninu ekki sá að stórveldin töpuðu á því. Skítt með tap Íslands sem óafvitandi lagði meira undir en flestar aðrar þjóðir.
Stefnubreyting eða ekki stefnubreyting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður, Vantar ekki almennt, meiri fagmennsku í stjórnkerfið?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 11:56
Sæll Kristján. Veit það ekki, hitt veit ég að það vantar meiri yfivegun í stjórnmálin. Hins vegar hefði stjórnsýslan átt að aðvara fljótfæran utanríkisráðherra þegar hann ákvað að styðja viðskiptaþvinganirnar. Hugsanlega er það fagmennskan sem þú nefnir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.8.2015 kl. 12:00
Hvað lögðu danskir svínabædur Sigurður að veði, 80 miljarða. Vertu nú ekki að ofgera gjöfina!
Jónas Ómar Snorrason, 17.8.2015 kl. 21:24
Sæll Sigurður og þakka þér margt. Sumum hentar bara að spyrja en leiðist að svara og hafa að líkindum vart greind til.
Auðvita stöndum við með Úkrainu, enn ekki með apanum sem ákvað að skipta ostinum sjálfur.
Mistök vegna skipta seinni Evrópustyrjaldar var að Þýsklalandi skyldi ekki skipt á milli nágrana þjóða og þar hefðu Pólverjar átt að fá stóran hlut.
Málið lítur þannig út núna að það gengur ekki hnífurinn á milli Kremlar og Berlínar.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2015 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.