Esjan í kaldri kvöldsól

 Esjan vesturhluti cEsjan er fagurt fjall. Kvöld eitt fyrir stuttu var ég staddur á Seltjarnarnesi, var að prufukeyra nýju Nikon myndavélina mína og smellti þessari mynd af fjallinu fríða. Þegar heim var komið velti ég fyrir mér örnefnum og fannst mér ég ekki þekkja nógu mörg þarna og setti þau sem ég vissi um inn á myndina. Bar ég hana síðan saman við landakort og viti menn, á því eru ekki mörg örnefni önnur en þau sem ég þekkti fyrir. Nóg um það, vonandi hefur einhver gagn af myndinni.

Um miðja myndina er ritað nafnið Dýjadalshnúkur. Milli hans og Lág-Esju er stór dalur, Blikdalur (stundum ritað Blikadalur). Hægramegin er á myndinni er Kerhólakambur og þar fyrir neðan örnefnið Laugargnípa (stundum ritað Laugagnípa). Ég er alls ekki klár á staðsetningu hennar, held að hún geti verið tindurn í klettabeltinu fyrir neðan, vinstra megin við Árvallargil.

Um myndina má eflaust margt segja. Takið eftir skugga sem fellur á miðjar hlíðar Esjunnar, fer lækkandi til austurs, og svo annan fyrir neðan. Kvöldsólin og ský á himni skapa þessa sérkennilegu skugga. Sjá má að það var kalt í veðri, myndin er nokkuð köld, þó svo að björt kvöldsólin lýsi hana upp. Kosturinn er þó sá að lág sólin markar skugga í fjallið og það verður fyrir vikið nokkuð skýrt ásýndar.

Hvað myndavélina varðar er það að segja að ég hef átt Nikon næstum því frá því að ég fór að taka myndir um tvítugt. Var þó miðið að velta fyrir mér að kaupa í þetta sinn Cannon en lét það vera, ég átti tvær góðar linsur og sem passa ekki á þá vél. Svo kaupin voru um garð gegnin kom í ljós að Nikon linsan, 18-135 mm, var biluð og reyndist afar dýrt að gera við hana. Jæja, gert er gert, ég nota þessa myndavél í einhvern tíma og velti síðar fyrir mér hvort ég eigi að kaupa Cannon.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband