Lélegur kjúklingur í verslunum og skemmist fljótt
7.8.2015 | 17:38
Lítiđ frambođ virđist vera af kjúklingi upp á síđkastiđ og í ţokkabót ţolir hann illa geymslu og skemmist ţar af leiđandi fljótt. Hjá mér hefur ţađ gerst oftar en nokkru sinni áđur ađ kjúklingur í ísskápnum er farinn ađ lykta illa allt ađ fjórum dögum fyrir síđasta söludag. Munum ađ sú dagsetning miđast eingöngu viđ sölu, ekki ađ fćđan sé ónýtt.
Hvernig getur kjúklingur skemmst í kćli öđru vísi en ađ hann sé ţar annađ hvort of lengi eđa hann hafi veriđ skemmdur fyrir.
Mér finnst ţetta nú ekki einleikiđ og ţegar ég skilađi enn einu sinni skemmdum kjúkling spurđist ég fyrir hjá Bónusinu og Krónunni. Vildi vita hvort ég einn vćri svona óheppinn eđa hvort fleiri hefđu lent í ţví sama.
Svörin voru sláandi. Fjöldi fólks kvartar og skilar illa lyktandi kjúklingi.
Ţá skođađi ég frambođiđ af kjúklingi. Ţađ er núna margfalt minna en var fyrir verkfall. Áđur voru trođfullar hillur af ferskum kjúklingi en nú eru pakkarnir í samanburđinum afar fáir. Eitthvađ hefur gerst og eitthvađ veldur ţví ađ kjúklingurinn ţolir ekki geymslu.
Án ţess ađ hafa neitt fyrir mér giska ég á ađ verkfalliđ í vor hafi fariđ illa međ kjúklingarćktendur og ţađ sé langt ađ bíđa eftir ţví ađ framleiđslan komist í samt lag. Um leiđ getur veriđ ađ frosinn kjúklingur sé ţýddur og svo sendur í búđir eđa ţetta gerist í verslunum. Líklega er geymsluţol afţýdds kjúkling minna en fersks og ţví skemmist hann löngu fyrir síđasta söludag.
Ţegar öllu er á botninn hvolft er gjörbreytt ástand á markađi međ kjúklingakjöt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég kannast líka viđ ţetta međ illa lyktandi "ferskan" kjúkling nokkrum dögum fyrir síđasta söludag. En ţađ er ekki bara kjúklingurinn sem er varasamur; léttmjólkin breytist ítrekađ í fúla súrmjólk x-mörgum dögum fyrir lokadag.
Kolbrún Hilmars, 8.8.2015 kl. 09:54
Rétt til getiđ Sigurđur, fnykurinn af verkfallsmönnum svífur en ţá yfir . Alla kjúklinga sem ţú kaupir skaltu senda hinum fátćku verkfallsmönnum svo ţeir geti fengiđ almennilega skitu, sér og sínum ađ kostnađar lausu.
Hrólfur Ţ Hraundal, 8.8.2015 kl. 10:05
Lentum í ţessu um daginn međ Krónukjúkling. Ein hryllilegasta lykt sem ég hef upplifađ um ćfina. Hef ekki getađ borđađ kjúkling síđan. Kannski er ţađ bara gott mál!
Jón Páll Vilhelmsson, 8.8.2015 kl. 11:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.