Sprengjunum átti aldrei að varpa á Japan

Eftir því sem lengra hefur liðið frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki koma staðreyndirnar enn betur í ljós. Árásirnar voru hrikalegri en nokkur orð fá lýst og varla að nokkur maður hafi skilning á þeim söguskýringum sigurvegarana að þær hafi verið nauðsynlegar til að binda enda á styrjöldina við Japani.

Afleiðingarnar voru einfaldlega slátrun á 234.000 almennum borgurum og þeir sem eftir lifðu bjuggu ótrúlegar kvalir í skamman eða langan tíma. Þeir sem urðu fyrir geislun þurftu að búa við skaðann sem eftir var ævi þeirra, raunar allt til þessa dags.

Með þá vitneskju sem mannkynið hefur af þessum atburðum er ljóst að sprengjurnar átti aldrei að nota. Þessi þekking sem við höfum núna á afleiðingunum var of dýru verði keypt.


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hverjir áttu upphafið að átökunum?

Jón Þórhallsson, 6.8.2015 kl. 09:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér Sigurður um hrylling þessara vopna. Það verður að virða þeim sem ákvörðun tóku um að varpa sprengjunum á Japan, það til vorkunnar að þeir vissu ekki þá það sem við vitum í dag um afleiðingarnar.

Kannski hafa þessar tvær sprengjur og það sem þeim fylgdi einmitt forðað mannkyninu síðar frá því að grípa til kjarnorkuvopna á krísutímum.

Jón Þórhallsson; er þetta þín réttlæting?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2015 kl. 10:29

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað hefðuð þið gert í sporum USA á sama tíma ef að þið hefðuð verið í hlutverki forseta USA?

Fórnað þúsundum bandarískra hermanna/venjulegra fjölskyldufeðra til að berjast við þá gulu?

Jón Þórhallsson, 6.8.2015 kl. 10:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Þá gulu"! Þú þarft ekki að segja meira Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2015 kl. 10:43

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Axel Jóhann. Sammála þér, erfitt er að setja sig í sæti dómara eða taka afstöðu um réttlætingu þessa voðaverka. Þetta var skelfilegt, mun verra og afdrifaríkara en margt annað í stríðinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.8.2015 kl. 10:49

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru mörg vers/spádómar þar sem að NOSTRADAMUS varar við

"gulu-hættunni" á bls. 198 Í BÓKINNI: FRAMTÍÐARSÝNIR SJÁENDA:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1395173/

Jón Þórhallsson, 6.8.2015 kl. 10:51

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hafa asíu-búar lært eitthvað á kjarnorkubrölti síðustu áratuga?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/01/24/aetla_ad_sprengja_kjarnorkusprengju/

Jón Þórhallsson, 6.8.2015 kl. 10:59

8 Smámynd: Aztec

Kjarnorkusprengjurnar sem Oppenheim og vísindamenn hans þróuðu átti upphaflega að beita gegn Þýzkalandi. En nazistarnir höfðu gefizt upp áður en sprengjurnar voru tilbúnar til notkunar, bandarískum yfirvöldum til mikillar armæðu. Þá hafði verið eytt milljónum dollara í að þróa þessi kjarnorkuvopn og svo átti ekki að vera hægt að nota þau!

Truman forseti og hyski hans voru auðvitað á öðru máli og ákváðu að láta varpa (kraftminni) sprengjunum á saklausa Japani. Sökin á stríðinu lá hjá japanska hernum og yfirmönnum hersins, ekki sízt hjá Tojo og Hirohito keisara. Fólkið sem var tortímt voru bara eins og þrælar í eigin landi og bar enga ábyrgð á stríðinu. En í staðinn fyrir að varpa sprengjum á hernaðarmannvirki og keisarahöllina, ákváðu Bandaríkjamenn að vera algjörar bleyður og tortíma heilum kynslóðum af saklausum borgurum í tveimur japönskum borgum (upphaflega höfðu fjórar borgir verið valdar). Þessar borgir voru valdar vegna þess að þær höfðu ekki orðið fyrir áhrifum stríðsins. Og nefndin sem stóð fyrir val á skotmörkum (saklausu fólki), the Target Committee "wanted the first bomb to be "sufficiently spectacular for the importance of the weapon to be internationally recognized when publicity on it was released" (frá Wikipedia). Þess vegna lagðist nefndin gegn því að vara Japanina við. Bandaríkjamenn vissu nákvæmlega um afleiðingarnar, en þeir þurftu að prófa nýju vopnin sín á einhverjum óvini.    

Svo að þú þarft ekkert að vorkenna þessum drullusokkum, Axel, þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera.

- Pétur D.

Aztec, 6.8.2015 kl. 11:11

9 Smámynd: Aztec

Jón Þórhallsson: Nostradamus var rugludallur eins og allir aðrir "sjáendur" sem þykjast geta séð inn í framtíðina.

Aztec, 6.8.2015 kl. 11:14

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hafa engir söguskoðarar velt því fyrir sér afhverju sprengjunum var varpað á saklausa borgara en ekki á keisarahallir eða á hernaðarmannvirki?

----------------------------------------------------------------------------------

Gæti sagan endurtekið sig?

"Sökin á stríðinu lá hjá japanska hernum og yfirmönnum hersins, ekki sízt hjá Tojo og Hirohito keisara".

Jón Þórhallsson, 6.8.2015 kl. 11:21

11 Smámynd: Aztec

Leiðrétting á fyrri athugasemd

Það átti að standa: "...ákváðu að láta varpa sprengjunum á saklausa Japani. ... En í staðinn fyrir að varpa (kraftminni) sprengjum á hernaðarmannvirki og keisarahöllina, ..."

Aztec, 6.8.2015 kl. 12:12

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aztec, Það er full bratt að kalla Nostradamus rugludall. Hann var í það ninnsta nægjanlega skarpur til að orða bullið með þeim hætti að Jón Þórhallsson og aðrir slíkir gætu túlkað og lesið það út úr "spádómunum" hans, sem þeim best hentaði. Og það hafa þeir gert alveg svikalaust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2015 kl. 13:45

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í sjónvarpsþættinum í gær um Hirosima kom fram að menn hafi einmitt vitað vel af afleiðingum geislunarinnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2015 kl. 14:18

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tók eftir því, nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.8.2015 kl. 18:43

15 Smámynd: Tryggvi Helgason

 

Kjarnorkuárásin sem "aldrei" þurfti að verða.

 

 

 

 

 

Atómsprenguárásin á Japan hefði aldrei þurft að verða ef japanskir ráðamenn hefðu haft vit á að láta af heimsvaldastefnu sinni.

 

Þegar bandaríkjamönnum varð ljóst, eftir tilraunasprengingu í eyðimörk í Nýju Mexíkó, hvílíkt ógnarvopn þeir hefðu undir höndum, þá sáu þeir þarna leið til þess að binda enda á styrjöldina við Japan.

 

En jafnframt var unnið að því að vara Japani við. Tveim vikum fyrir hina fyrirhuguðu árás þá var Japönum send aðvörun í gegnum sendiráð Sviss. Þar var þess krafist að þeir gæfust upp, skilyrðislaust, en að öðrum kosti þá yrðu 10 borgir í Japan þurrkaðar út af yfirborði jarðar. Þessar 10 borgir voru taldar upp, þar á meðal Hiroshima og Nagasaki, en Tokyo var þar ekki.

 

En öll svör frá Japönum voru á sömu leið, - þeir myndu aldrei gefast upp.

 

En þeir tóku þessar hótanir alvarlega og öllum íbúum þessara borga var fyriskipað að yfirgefa borgirnar og færa sig út í sveitirnar. Flestir fóru eftir þessu, allar konur og börn fóru í burt, en margir karlmenn í Hiroshima neitiðu að fara, þeir sögðust myndu nota loftvarnabirgin.

 

Bréf barst inn á borð Trumans forseta þar sem sagði að allt væri tilbúið að varpa atómsprengjunni, en ekkert yrði gert án samþykkis forsetans. Truman forseti samþykkti aðgerðina með undirskrift sinni.

 

Daginn eftir féll sprengjan á Hiroshima og þá skildu Japanir loks hvað Bandaríkjamenn voru að segja þeim. Nýtt skeyti barst í gegnum Sviss, þar sem þess var krafist að þeir að þeir gæfust upp skilyrðislaust, tafarlaust. Japan sendi svar og sagðist aldrei myndi gefast upp.

 

Daginn eftir sprakk Nagasaki, en þá var enginn eftir í borginni. Allar níu borgirnar höfðu hreinsast af öllu fólki, enda vissi enginn hver borganna yrði næst í röðinni. Menn vissu þó hvað það þýddi að fara ekki út úr borgunum.

 

Enn kom skeyti í gegnum Sviss og sömu skilyrði sett. Hershöfðingjarnir ætluðu að svara á sömu leið en þá skeði hið ótrúlega. Sjálfur Japanskeisari steig fram og kallaði hershöfðingjana á sinn fund. Gaf hann þeim fyrirskipun um, að sjá til þess að Japan gæfist upp skilyrðislaust, - tafarlaust.

 

Þetta var nokkuð sem hershöfðingjarnir gátu ekki gert, þeir höfðu aldrei ætlað sér að gefast upp, en þeir gátu heldur ekki óhlýðnast skipun frá sjálfum keisaranum. Fjölmargir þeirra sáu ekki aðra leið en þá að stytta sér aldur.

 

En þar með lauk stríðinu við Japan. 

 

Ef einhverjir eru hissa á því í dag, að einhver áttræður Japani segist hafa verið barn “ í ” Hiroshima þegar sprengjan féll, þá er skýringuna að finna hér að ofan.

 

 

Tryggvi Helgason, 7.8.2015 kl. 04:18

16 Smámynd: Aztec

Tryggvi, þér finnst sem sagt réttlætanlegt að þegar yfirmenn hersins og aðrir ráðamenn neita að gefast upp, þá sé hundrum þúsunda saklasra borgara slátrað?

Það er nákvæmlega þetta sem hægt er að lesa út úr athugasemd þinni. Hefurðu enga samkennd með saklausum fórnarlömbum stríðsins, bara samúð með fjöldamorðingjunum?

Aztec, 7.8.2015 kl. 11:59

17 Smámynd: Baldinn

Sammála Aztec. 

Baldinn, 7.8.2015 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband