Líkur á flugslysi 1:6 og Samgöngustofa kærir sig kollótta

Samkvæmt Morgunblaðinu veit Samgöngustofa ekkert um Heklugos. Þann 22. ágúst 2014 sagði stofnunin eftirfarandi í viðtali við Morgunblaðið:

Sam­göngu­stofa gaf þau svör að eng­ar tak­mark­an­ir séu gefn­ar út fyr­ir flug­um­ferð nema fyr­ir­séð sé að gos sé að hefjast, eða ef gos er þegar hafið.

Í gær lét starfsmaður stofnunar hafa þetta eftir sér í viðtali við Morgunblaðið:

Það eru litlar líkur á því að Hekla gjósi og valdi slysi, af því að þetta tekur allt sinn tíma og Hekla er vel vöktuð. Þeir fljúga í 30.000 fetum þannig að líkurnar á að þetta valdi slysi eru engar, eða litlar.

Og í dag segir þriðji starfsmaður stofnunarinnar þetta í samtali við Morgunblaðið:

Menn telja sig vera nokkuð örugga með að vera með 30-60 mínútna fyrirvara á slíku gosi. Það er nægur fyrirvari. Allar flugvélar sem eru á þessu svæði eru í beinu talsambandi við Isavia. Það er fljótgert að beina þeim frá,« sagði Hlín. „Það er viðbúnaðaráætlun í gildi hjá Veðurstofunni og Isavia og hún er æfð reglulega. Menn telja sig viðbúna ef eitthvað gerist.“

Stofnunin er greinilega ekkert að fylgjast með. Í fyrra reyndi hún að þegja um málið, í ár er fyrst svarað með skætingi og síðan er reynt að krafsa sig út úr málinu. Stofnunin er hins vegar á þeirri skoðun að Heklugos sé engin ógn við flugumferð. 

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og einn virtasti vísindamaður þjóðarinnar, er á annarri skoðun og er eftirfarandi haft eftir honum í fyrirlestri um Heklugos frá því í fyrra.

Í fyrirlestri Páls kom m.a. fram að það tæki tíu mínútur að gefa út viðvörun eftir að eldgosið sést. Flugmenn sjá ekki endilega gosmökkinn sjálfir. Því er næsta víst að flugvél sem á eftir innan við tíu mínútna flug að Heklu muni fljúga inn í gosmökkinn. Miðað við að 24 farþegaþotur leggi leið sína yfir eldfjallið á hverjum sólarhring eru líkurnar 1:6 að næsta eldgos grandi farþegaþotu sem á leið yfir eldfjallið.

Álit Samgöngustofu er hins vegar þetta: Það eru litlar líkur á því að Hekla gjósi og valdi slysi, af því að þetta tekur allt sinn tíma og Hekla er vel vöktuð.

Sláandi munur er á rökum vísindamannsins og orðavaðli Samgöngustofu. Er til of mikils mælst að stofnunin taki sig á?


mbl.is Þotan rétt slapp við gosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Fyrrigefðu en lastu ekki alla fréttina?

"Sam­göngu­stofa leitaði álits Veður­stof­unn­ar á bréfi Páls og fól Isa­via að vinna áhættumat. Hlín Hólm, deild­artjóri flug­leiðsögu­deild­ar Sam­göngu­stofu, sagði að vinna við áhættumatið væri á loka­stigi og á hún von á að það ber­ist eft­ir sum­ar­frí, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag."

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.7.2015 kl. 10:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Líkur á flugslysi 1:6 í næsta eldgosi" er tómt bull. Menn sem slengja svona fram útskrifa sig sjálfkrafa úr vitrænni umræðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2015 kl. 13:06

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvernig getur mönnum dottið þvílíkt í hug. Er Hekla eina eldfjallið í heiminum sem gæti skapað hættu. Ef menn eru hræddir upp í 38 til 42 þúsund feta hæð í flugvélum þá er nú einhvað að. Tali menn um að björg skjótist svona hátt þá er það algjör fjarstæða. Haldi menn að aska skapi vofveiglega hættu í þessari hæð þá er það ekki endilega beint fyrir ofan Heklu heldur hvar sem vindar bera öskulögin. Þeir sem halda þessu fram ættu að taka djúpt andann og hugsa svolítið.   

Valdimar Samúelsson, 31.7.2015 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband