Hroki Samgöngustofu vegna orđa Páls Einarssonar

Hekla 1983Ţađ getur veriđ ađ ţeir séu međ einn flugpunkt yfir Heklu. Viđ vitum ekkert um ţađ, en ţeir fljúga bara inn á íslenskt yfirráđasvćđi eftir ákveđnum hnitum. Ţađ eru litlar líkur á ţví ađ Hekla gjósi og valdi slysi, af ţví ađ ţetta tekur allt sinn tíma og Hekla er vel vöktuđ. Ţeir fljúga í 30.000 fetum ţannig ađ líkurnar á ađ ţetta valdi slysi eru engar, eđa litlar.

Ofangreint er haft eftir starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu. Auđvitađ er ţetta hárrétt hjá honum enda hef ég ţađ beint frá bílstjóra hjá Hreyfli ađ Hekla muni ekki gjósa á nćstunni og ţegar ţađ gerist er ţađ aldrei ţegar flugvélar eru í nánd.

Annan ţekki ég sem afgreiđir á kassa hjá Bónus. Hann tekur undir orđ starfsmanns Samgöngustofu og segir engar líkur á ađ Hekla gjósi og valdi slysum.

Sama segir frćnka mín sem er vel ađ sér í flugmálum, hefur oft flogiđ og jafnvel litiđ sem snöggvast inn í flugstjórnarklefa. Hún heldur ţví fram ađ Páll Einarsson verđi nú ađ átta sig á ţví ađ flugvélar hafa stýri og sumarhverjar handbremsur.

Jafnvel hćstaréttarlögmađur, góđur vinur minn, heldur ţví fram ađ ţađ sé útilokađ annađ en ađ hćgt sé ađ koma í veg fyrir slys ţegar Hekla gjósi.

Ég held ađ allir ţeir sem hér hafa veriđ nefndir hafi ekki hundsvit á ţví sem ţeir eru ađ segja. Ţar ađ auki er ţađ ansi snöfurmannlegt hjá starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu ađ afgreiđa sérfrćđiáliti Páls Einarssonar, jarđeđlisfrćđings, einn fremsta vísindamann ţjóđarinnar međ ofangreindum orđum. Sé ţetta skođun Samgöngustofu ćtti ađ leggja hana niđur. Ţetta er eins og halda ţví fram ađ lítil hćtta sé á slysum á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna ţess ađ ţar séu umferđaljós og lögreglan leggi leiđ sína ţangađ tiltölulega oft.

Međ fullri virđingu fyrir starfsmanni í frćđslumálum hjá Samgöngustofu sem og öđrum starfsmönnum stofnunarinnar, ţá vćri ţeim sćmast ađ taka mark á ađvörunarorđum manns sem gerst til ţekkir og mćlir af vinsemd og kurteisi. Slíkum manni á ekki ađ taka međ stofnanahroka heldur ţakka fyrir og fara ađ ráđum hans.


mbl.is Varar viđ ţotuflugi yfir Heklu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Starfsmadur "fraedslustofu" Samgöngustofu veit greinilega ekkert meira en neinn annar um eitt eda neitt, vardandi hlughnit yfir landinu og aetti thví yfir höfud ekkert ad tjá sig um thau mál. Hálf nöturlegt ad lesa vidbrögd starfsmannsins og ljóst ad thar fer einstaklingur í kerfinu sem lítid gengur undan, en thannig er thví thví midur farid med allt of marga báknsstarfsmenn. Báknid er ekki lengur í okkar thágu, heldur kerfiskarla og kvenna, sem thar starfa, of oft med litlum sem engum sýnilegum árangri, thví midur. Hvad vard annars um slagordid "Báknid burt" sem svo rík áhersla var lögd á á sínum tíma medal ungra sjálfstaedismanna? Their ungu sjálfstaedismenn sem thá voru í sem mestum metum og urdu sídan rádherrar og ég veit ekki hvad, áttu eftir ad blása út báknid, sem aldrei fyrr, svo kaldhaednislegt sem thad nú var, en thetta er adeins útúrdúr frá inntaki pistilsins.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guđnason, 30.7.2015 kl. 09:44

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Halldór Egill. Svariđ er svona eins og ţegar stuggađ er viđ börnum: „Já, já, viđ vitum af ţví ađ eldur logar á efri hćđinni, en vertu ekki fyrir og farđu út ađ leika ţér.“

Ţetta er auđvitađ ekki bođlegt svar vegna ađvörunarorđa vísindamanns.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.7.2015 kl. 09:51

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Stofnanahroki er landlćgt vandamál hér á Íslandi.

Guđmundur Ásgeirsson, 30.7.2015 kl. 13:50

4 Smámynd: Ţorkell Guđnason

Auđvitađ er ţetta hárrétt hjá honum enda hef ég ţađ beint frá bílstjóra hjá Hreyfli ađ Hekla muni ekki gjósa á nćstunni og ţegar ţađ gerist er ţađ aldrei ţegar flugvélar eru í nánd.

Ţetta dustađi rykiđ af gömlu svari frá "skynsömum" viđskiptavini: "Hann sem er atvinnubílstjóri ćtti nú aldeilis ađ vita ţađ" O:)

Ţorkell Guđnason, 30.7.2015 kl. 15:01

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ég er alltaf jafn hissa ţegar ég finn fyrir hroka hjá stofnunum íslenska lýđveldisins, Guđmundur.

Já, Ţorkell, hefđi átt ađ bćta ţessu inn í ţessar sögur. Frábćrt.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.7.2015 kl. 15:08

6 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Samgöngustofa  hét áđur Siglingamálastofnun og sumt ţađ fólk sem ţar hafđi stöđu taldi ađ Siglingamála stofnun vćri ţeirra einkasandkassi . 

Olli ţetta ţeim sem álpuđust inn á yfirráđa ţessarar stofnunar oftast vandrćđum og var ţađ ţví taliđ af sumum til bóta ţegar nafni sandkassans var breitt, en ađrir töldu ađ best hefđi veriđ ađ flytja kassann eitthvert norđur, austur eđa vestur ţar sem fyndist fólk sem nennti ađ sinna skyldum sínum og kynni ţó ekki vćri nema gamaldags mannasiđi.      

Hrólfur Ţ Hraundal, 31.7.2015 kl. 07:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband