Hélstu að fjölgun ferðamanna væri öll af hinu góða?

Þjóðin kætist og ræður sér ekki fyrir fögnuði yfir fjölgun ferðamanna. Einn milljón og tvöhundruð þúsund manns á ári. Munar miklu fyrir ríkissjóð. Stjórnmálamenn eru himinnlifandi.

Hins vegar er ekki allt sem sýnist. Fæstir gerðu sér grein fyrir því að þessum hrikalega fjölda útlendra gesta fylgdi neinn vandi. Því er nú öðru nær og nær öruggt að kosta þarf talsverðum fjármunum til vegna vandans.

Þetta er það helsta:

  1. Fjölgun bíla á þjóðvegum með hlutfallslegri aukningu slysa. Þjóðvegir landsins eru engan veginn undir þetta búnir.
  2. Fjölgun fólks í fjallaferðum, oft vanbúið fólk, án kunnáttu og leiðsagnar. Slysum hefur fjölgað mikið.
  3. Margföldun á útköllum lögreglu, björgunarsveita og þyrlna Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir ráða ekki við vandamálið.
  4. Gríðarlegur sóðaskapur við helstu ferðamannastaði. Dettur til dæmis einhverjum í hug að enginn þurfi að ganga örna sinna? Því fleiri sem eru á faraldsfæti því meiri sóðaskapur.
  5. Átroðningur á helstu ferðaleiðum gangandi og akandi fólks
  6. Fyrir fimmtán árum mátti við því búast að hitta einn náunga á strigaskóm með plastpoka í hönd á „Laugaveginum“ og var sá að leita að „the hotel in Landmannalaugar“. Nú má búast við margfalt fleiri slíkum á þessari og öðrum gönguleiðum, allir að leita að hótelinu.
  7. Náttúra landsins selst „unnvörpum“ ef svo má að orði komast. Náttúra landsins er hins vegar stórhættuleg, því fleiri sem hingað koma því fleirum verður hún að aldurtila.

Fyrir um fimm árum spáði Jón Karl Ólafsson þáverandi formaður SAF því að milljónasti ferðamaðurinn myndi koma hingað til lands á árinu 2015. Hann hafði ekki rétt fyrir sér því í ár kemur sá 1.200.000.

Þeir sem heyrðu spádóminn tóku andköf og töldu Jón Karl frekar rugludall en hitt. Hann vissi og veit þó sínu viti. Hann benti á að þjóðfélagið væri ekki undirbúið undir þennan fjölda. Grunnatriði eins og þjóðvegir, flugsamgöngur, ferjusiglingar og fleira og fleira þyrfti að laga. Fátt hefur hins vegar breyst.

Staðreyndin er líka sú að hingað koma ekki bara kurteisir og góðir ferðamenn. Líka hinir, glæpamenn, ruddar og sóðar. Þeir koma í skjóli hinna, drekka óhóflega, gera þarfir sínar við þjóðargrafreitinn, troða illsakir við mann og annan, stela, meiða og svo framvegis.

Af hverju eru landsmenn svona hissa á hegðun ferðamanna? 

Halda menn að engu þurfi að breyta vegna fjölgunar ferðamanna? 

Í mörg ár var ein vinsælasta bæjarhátíð landsins haldin á Skagaströnd. Þangað komu á Kántríhátíð margfaldur fjöldi bæjarins, jafnvel tólffaldur. Svo fengu heimamenn leið á ferðamönnum sem kunnu sér ekki hóf, drukku frá sér allt vit, hægðu sér í næsta garði, sprændu þar sem þeir stóðu eða sátu, neyttu eiturlyfja og sóðuðu út bæinn eins og þeim væri borgað fyrir það.

Einn góðan veðurdag sögðu heimamenn að nú væri nóg komið og þeir hættu þessari vitleysu. Síðan hefur mannlífið verið fámennara á sumrin en áður en hins vegar miklu betra. 

Er íslenska þjóðin komin í sama spor og Skagstrendingar forðum?

 


mbl.is „Míga og skíta“ glottandi við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Erlendis er viðast hvar borgað fyrir að fara á salerni og fólk fagnar því  að lenda ekki í vanda.

 Í Þýskalandi og allri miðevropu skilja menn að eitt eða tvö salerni sinna ekki þörfum mörghundruð eða þúsundum ferðamanna á dag.

 Þar eru raðir af salernum allt uppí 20 talsins með þjónustu og menn borga með gleði fyrir þjónustuna.

 að halda að eitt eða tvö salerni með snúningshliði dugi á Þingvöllum og annarstaðar þar sem 400 til 5oo manns koma á sama tíma er eins og annað á þessu landi-- shitt útí móa !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.7.2015 kl. 20:24

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Erla Magna. Grunnþörfum þarf að sinna. Það ættu allir að vita en enginn gerir neitt í því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.7.2015 kl. 21:37

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hamfara ferðamennska hentar ekki Íslandi og Íslendingum.  Hún hentar hinsvegar gróðapungum, alveg þangað til Ísland verður ekki lengur spennandi vegna manlegra hamfara.  

Hrólfur Þ Hraundal, 16.7.2015 kl. 21:49

4 Smámynd: Snorri Hansson

Stóra kúkmálið á bak við kirkjuna á Þingvöllum. Þingvalla vörður sagði:“ Ekki lausnin að setja salerni á staðinn heldur þyrfti að auka fræðslu." !!?

Um hvað á að fræða? Hvernig halda á í sér? Hvar önnur salerni eru? Megnið af fólkinu hefur aldrei komið áður og mun aldrei koma aftur. Göngustíga er skinsamlegt að leggja þar sem fólk vill ganga. Salerni þarf sömuleiðis að setja þar sem þarf.

 

Snorri Hansson, 17.7.2015 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband