Lögfræðingurinn sem skilur ekki aðlögunarviðræður við ESB
23.3.2015 | 08:46
Það er kristaltært, að meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna til að fá fram, hverjir verða kostir og gallar þess ef aðild yrði samþykkt. Í framhaldinu fengi þjóðin að kjósa um það, hvort sækja eigi um aðild eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að treysta almenningi til þess í stað þess að láta fámenna sérhagsmunahópa ráða því alfarið, eins og þeir hinir sömu vilja gera og hafa vit fyrir hinum hvað sé þjóðinni fyrir bestu.
Nær óskiljanlegt er hversu margir mætir menn skilji ekki í hverju aðlögunarviðræðurnar við Evrópusambandið eru fólgnar. Jónas Haraldsson lögfræðingur er einn þeirra og skrifar grein í Morgunblað dagsins um misskilning sinn. Hann heldur að viðræðurnar séu samningaviðræður en því fer nú fjarri.
Jónas Haraldsson og aðrir ESB sinnar ættu að lesa sér til riti ESB sem nefnist Understanding Enlargement - The European Unions enlargement policy. Það hefur hann ekki gert en giskar bara á að um sé að ræða samninga þar sem íslenska viðræðunefndin geti heimtað eitthvað sem ESB sé í lófa lagið að útvega. Þetta er nú eitthvað annað.
Í ofangreindu riti segir eftirfarandi:
- First, it is important to underline that the term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules some 90,000 pages of them.
- And these rules (also known as acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable.
- For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
- For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidates implementation of the rules.
Skýrara getur þetta varla verið. Accession negotiations heita viðræðurnar en ekki negotiations. Þetta er ekki hægt að þýða öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB:
Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a countrys political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country.
Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu.
Af ofangreindu leiðir að það er ekkert til sem heitir að finna út ...hverjir verða kostir og gallar þess ef aðild yrði samþykkt eins og Jónas Haraldsson orðar það.
Kostirnir og gallarnir við aðild að ESB liggja fyrir, samningurinn er klár. Hann gengur undir nafninu Lissabon-sáttmálinn. Undir hann er Íslandi ætlað að ganga. Engar undanþágur eru veittar frá honum nema til skamms tíma.
Undarlegt að lögfræðingurinn Jónas Haraldsson, fyrrum starfsmaður LÍÚ, skuli ekki vita þetta. Þá hefði hann getað sparað stóru orðin í Morgunblaðsgreininni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
láta fámenna sérhagsmunahópa ráða því alfarið
Ásamt þessum sérhagsmunahópum sem hann Jónas talar um stendur meirihluti landsmanna með, þ.e.a.s sem ekki vill ganga í þetta samband.
Eru það ekki fámennir sérhagsmunahópar sem vilja ganga í ESB líka ásamt háværum minnihluta landsmanna, eða hvað!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.3.2015 kl. 09:21
Skoðanakönnun í fyrradag segir að 80% vilji kjósa um áframhald viðræðna.
Í sömu könnun kemur í ljós að 70% sömu aðila vilja ekki ganga í evrópusambandið, sem er engin breyting frá 2009.
Þetta segir eitt af tvennu.
1. Fólk er illa upplýst um þessar staðreyndir aðlögunnar og vill enn "kíkja í pakkann" og skilja ekki að það er lagalega ekki í boði fyrir það fyrsta.
2. Fólk vill fá tækifæri til að kjósa þetta út úr heiminum í eitt skipti fyrir öll.
Samfylkingunni og Pírötum hefur tekist að láta þetta mál snúast um réttinn til þjóðaratkvæða per se án nokkurrar tengingar við ESB málið.
Samfylkingunni hefur einnig tekist að blekkja fólk til þess að halda að það sé einhver pakki að kíkja í þegar raunin er sú að við verðum búnir ganga að öllum afakostum sambandsins án undantekninga, umturna allri stjórnsýslu landsins til aðlögunnar stjórnsýslu sambandsins.
Ef fólki svo lýst ekki á, þá þarf að vefja ofan af þessu öllu og liklega fá samþykki sambandsins fyrir því.
Fólk veit ekki heldur að eftir að norðmenn höfnuðu inngöngu, þá var þessu viðræðuformi breytt á þennan veg. Þ.e. að þú verður praktískt séð að ganga í sambandið með öllum tilheyrandi breytingum og framsali áður en þú gengur í það. Einhverskona Catch 22.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2015 kl. 09:49
Frekar háværir minnihlutahópar sem vilja ganga í ESB, Halldór. En þeim hefur tekist að skrökva því að þjóðinni að þetta séu samningaviðræður og hægt sé að kíkja í pakkann.
Nokkuð hnyttilega orðað, Jón Steinar: „Þ.e. að þú verður praktískt séð að ganga í sambandið með öllum tilheyrandi breytingum og framsali áður en þú gengur í það. Einhverskona Catch 22.“
Staðreyndin er einfaldlega sú að um leið og Alþingi samþykkti þingsályktunina um ESB var ákveðið að ganga í sambandið. Rökstuðningur fyrri ríkisstjórnar og flest sem komið hefur frá ESB sinnum síðan hefur verið á skjön við raunveruleikann.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.3.2015 kl. 10:07
Sigurður ég hélt að þú værir skini gæddur. Hvað er að svona fólki sem er líkt þér. ESB stöðvaði viðræður vegna þess að við vildum ekki gef eftir í ýmsum málu. Þú manst þetta? Ef ekki lestu þá skýrslur og fræddu þína líka.
Valdimar Samúelsson, 23.3.2015 kl. 17:52
Ég er ábygglega illa gefinn og engu skyni gæddur, Valdimar. Hins vegar var ég ekki að ræða um stöðvun viðræðnanna við ESB í pistlinum mínum. Efni pistilsins er eðli aðlögunarviðræðnanna.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.3.2015 kl. 20:02
Ég er helst kominn á það að þeir sem þýða fyrir Samfylkinguna skilji ekki ensku. Á nýliðnu þingi flokksins þá var ákveðið að stefna að því að afglæpavæða fíkniefni sem á að vera þýðing á orðinu decriminialization. Þýðingin er gersamlega út úr kortinu og ég held að skorti skilning á ensku í þessum flokki. Miðað við fyrrnefnda þýðingu þá er einungis þýtt eftir hentugleika.
Rúnar Már Bragason, 23.3.2015 kl. 23:55
Afglæpavæðing er líklega ekki það sama og afglapavæðing ... Datt þetta bara í hug þegar ég las skondna færslu Rúnars Más.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.3.2015 kl. 23:59
Hin ágætasta grein hjá þér Sigurður og ekki vantar fágunina. Svo höfum við endurheimt "storm center"(Jón Steinar),það hefur skilað meiru en margur heldur. Þakka þér.
Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2015 kl. 00:57
Króatíska þjóðin kaus um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu 2013. Lítill munur var á já og nei, en já varð ofaná eins og þú veist Sigurður. Getur þú útskýrt fyrir mér, um hvað Króatar voru að kjósa um??? Getur þú einnig, útskýrt fyrir mér hvað íslendingar myndu kjósa um??? Myndu íslendingar kjósa á einhverjum öðrum grundvelli en Króatar, held ekki. Þetta segjir mér að munur á aðlögunarviðræðum og samningaviðræðum er nákvæmlega það sama, hártogun um orðalag, sem verið er að afbaka.
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2015 kl. 08:01
Þú skilur vonandi það sem ég skrifaði í pistlinum hér fyrir ofan. Heldur þú að eitthvað þar sé rangt? Er það bara hártogun hjá ESB að nefna viðræðum um aðild „Accession negotiations“ en ekki „negotiations“. Áttarðu þig á þessum tveimur ensku hugtökum og hvers vegna ESB notar hið fyrrnefnda en ekki hitt?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2015 kl. 08:09
Þætti samt vænt um það Sigurður, að þú færðir mér svör við spurningum mínum. Tel mig ekki fara fram á of mikið.
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2015 kl. 08:41
Góður, Jónas. Enginn hefur haldið því fram að ekki væri kosið í lok aðlögunarviðræða, að minnsta kosti ekki ég.
Hins vegar er eðli aðlögunarviðræðna það að hverjum kafla fyrir sig er lokið með því að umsóknarríkið hefur tekið upp lög og reglur ESB um kaflann upp í sitt eigið regluverk. Annars er ekki haldið áfram.
Vissir þú þetta?
Í lok yfirferðar um þessa 35 kafla ESB er umsóknarríkið búið að lögfesta Lissabon-sáttmálann. Hvað er þá eftir að kjósa um eða öllu heldur, hvers konar fyrirbrigði er kosningin. Tja, ég get ekki séð tilganginn með slíkri kosningum þegar allt er komið í lög.
Setjum nú sem svo að Króatar hefðu hafnað aðild að ESB. Þá hefði ríkið setið uppi með lögfestan Lissabon-sáttmálann en án aðildar.
Viltu kíkja í pakkann, Jónas Ómar?
Það kostar einfaldega það að Lissabon-sáttmálinn verður lögfestur. Svo kemur í ljós að íslenska þjóðin hafnar aðildinni en situr engu að síður uppi með landhelgina fulla af evrópskum fiskiskipum.
Vilt þú það, Jónas Ómar?
Fyrir alla muni, lestu nú pistilinn minn aftur og annað um aðlögunarviðræðurnar svo þú haldir ekki að ég eða einhverjir aðrir andstæðingar ESB aðildar hafi skáldað reglurnar upp.
Ef þú trúir ekki reglum ESB um umsóknarríki og viðræður þá verður bara að hafa það. Ekki geri ég neina kröfu til þess að þú sért upplýstur og vel að þér. Þú mátt mín vegna fullyrða að hægt sé að kíkja í pakkann.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2015 kl. 08:55
Um þína útlistun, sem og annara sem eru á annari skoðum verður sennilega nógur tími til endanlegrar niðurstöðu. Hitt er, finnst þér líklegt að ESB fari hreinlega fram á kollsteypu íslensk efnahags, og heimti að fá jafnan aðgang að íslenskum fiskimiðum, held ekki og segji það í fullri alvöru, enda svo ólíku saman að jafna, að það hálfa er nóg. Meðaltal VLF hvers lands í sjávarútvegi innan ESB sem liggur að sjó innan ESB er kannski 0,1% meðan á Íslandi er það 30-50%.
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2015 kl. 10:37
Ástæðan fyrir því að ESB hætti við að fara í sjávarútvegskaflann er einfaldega sú staðreynd að fiskveiðiþjóðir bandalagsins vilja inn í fiskveiðilögsögu Íslands. Gegn því er pólitísk andstaða á Íslandi.
Hvað ESB vill og hverjar eru kröfur fiskveiðiþjóða bandalagsins er tvennt ólíkt.
Hvernig heldurðu að Englendingar, Spánverjar, Portúgalir, Skotar, Írar, Þjóðverjar, Belgar og jafnvel fleiri taki í það að Ísland fái að hafa lokaða lögsögu en þeir opna? Held að þessar þjóðir pæli ekkert í íslenskum efnahag, þær vilja bara fiskinn okkar.
Til að svara spurningu þinni þá er hún í tveimur hlutum. Svar mitt við fyrr hlutanum er nei, en já við seinni hlutanum.
Sem sagt það er pólitísk pattstaða í málinu. Þar af leiðir að þú færð ekki að kíkja í pakkann nema því aðeins að stefna Íslands um að hafa fiskveiðilögsöguna lokaða verði breytt. Sé ekki fram á það í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þetta breytir því hins vegar ekki að viðræður við ESB eru aðlögunarviðræður eins og ég hef lýst hér að ofan og það er einfaldlega efni pistilsins eins og ég hef margoft tekið fram, Jónas Smári. Þó þú kjósir að misskilja stefnu ESB breytir það engu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2015 kl. 11:10
Ástæða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Króatíu var að gerð er krafa í stjórnarská Króatíu að mál er varðar fullveldi fari fyrir þjóðina. Kjörsókn var 43%, þannig að áhugi var ekki mikill.
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.3.2015 kl. 12:10
Það er undarlegt hvernig hægt er að loka augunum fyrir jafn skilmerkilegum texta og ESB lætur frá sér um hvaða skilyrði nýjar aðildarþjóðir þurfa að uppfylla, og halda að hægt sé að semja um eitthvað annað. Alveg ótrúlegt.
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.3.2015 kl. 12:12
Ég held að ástæðan fyrir því að sumir lesi ekki textann frá ESB sé einfaldlega sá að stjórnvöld skrökvuðu því að landsmönnum í fjögur ár að um væri að ræða samningaviðræður og hægt væri að kíkja í pakkann. Þessu trúði ég um tíma þangað til ég fór að skoða gögnin, lét mér ekki nægja það sem stjórnvöld, Samfylkingin og Vinstri græn sögðu. Þá kom í ljós einfaldur og skilmerkilegur texti, eins og þú orðar það Erlingur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2015 kl. 13:03
Nú þá er þetta nú bara í fína lagi. Við klárum bara Aðildarsamninginn við Sambandið, - og kjósum síðan ekki!
Allir sáttir. Hið besta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2015 kl. 13:33
Þú hefurð það eins og þú vilt, með eða án staðreynda, Ómar Bjarki.
Aðildarsamningur eins og Svíum, Finnum og Austurríkismönnum bauðst er ekki í boði lengur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2015 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.