Útsmoginn ríkistjórn og önnur seinheppin

Forvitnilegt er að skoða verk tveggja ríkisstjórna og þar af leiðandi tveggja utanríkisráðherra vegna aðildarumsóknar að ESB.

Aðdragandinn er þessi samkvæmt viðtali við Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Akureyri:

Ágúst Þór rifjar upp að það hafi verið ESB sem stoppaði viðræðurnar, með því að skila ekki rýniskýrslu, eftir seinni rýnifundinn um sjávarútvegskaflann, sem haldinn var í mars 2011. „Slík rýniskýrsla er nauðsynleg til þess að Ísland geti komið fram með sín samningsmarkmið. Ef við getum það ekki þá er málið stopp, eins og raunin hefur verið síðan í mars 2011.“

Ágúst Þór var spurður, í þessu samhengi, hvort það hefði eitthvað upp á sig að setja ákvörðun um það hvort viðræðum við ESB væri haldið áfram, í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ég tel að ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að spyrja þjóðina hvernig hún ætlaði að komast í viðræður, við einhvern sem er ekki að svara í ferlinu. Það var sett upp ákveðið ferli og samkvæmt því á að skila rýniskýrslu eftir seinni rýnifundinn umsóknarlands og Evrópusambandsins. Hvað gerir umsóknarlandið, ef þessari skýrslu er ekki skilað? Þeirri spurningu verður að svara,“

Vinstri stjórnin hafði vit á að þegja þessa stöðu en í raun faldi hún hana fyrir þjóðinni. Össur Skarphéðinsson hefur ábyggilega hugsað sem svo að nú væri illt í efni og betra að framsenda vandann á nýja ríkisstjórn heldur en að renna á rassinn með mikilvægasta mál Samfylkingarinnar.

Og það gekk eftir. Málið lognaðist smám saman út af og almenningur gerði sér enga rellu út af þessu þó svo að þáverandi stjórnarandstaða rembdist eins og rjúpan við staur.

Svo gerist það að við sem erum andstæðir aðildinni að ESB höfum skrifað og þrýst á ríkisstjórnina að hætta við umsóknina. Hvernig stendur ríkisstjórnin að málum? Jú, hún kolklúðrar þeim. Leggur fyrst fram þingsályktunartillögu sem hún hefur ekki kjark til að fylgja til enda. Síðan kemur hið óskiljanlega bréf utanríkisráðherra til ESB, sem raunar er ekkert annað pólitísks yfirlýsing ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún ætli sér ekkert að gera frekar í umsóknarmálum.

Og þá verður allt vitlaust. Stjórnarandstaðan, og þar með taldir stuðningsmenn og ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar, setja af stað vel heppnað leikrit. Mótmælafundir eru að auki haldnir, daglegt líf fer úr skorðum og illa gefið fólk missir svefn. Ríkisútvarpið tekur þátt í leiknum sem og aðrir fjölmiðlar og Össur hlær sem og aðrir fyrrum ráðherrar.

Þetta dæmi sýnir hversu útsmogin fyrrum ríkisstjórn er og hversu óskaplega seinheppin og óskilvirk núverandi ríkisstjórn virðist vera. Hún hafði ekki einu sinni ekki samband við þingmenn sína við undirbúning að þessu dæmalausa bréfi sem þó er greinilegt að hentar eingöngu til heimabrúks. Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort ráðherrar í ríkisstjórninni valdi verkefnum sínum.

Ágúst Þór Árnason veit þó hvernig staða ESB málsins er. Hann segir í áðurnefndu viðtali við Moggann og í því liggur kjarni málsins (feitletranir eru mínar):

Meginniðurstaða hans [Ágústs] var sú að ljóst væri að það yrði ekki um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða fyrir Ísland, nema þá tímabundnar og klárlega engar sem yrðu hluti af löggjöf Evrópusambandsins.

„Það liggur fyrir að það var Evrópusambandið sem stoppaði viðræðurnar, og í þeim efnum skiptir ekki máli hvort rætt er um aðlögunarferli eða samningaviðræður. Þeir sem vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og samningum verði lokið, verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að ljúka samningum við ESB, sem vill ekki semja við Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa góðu færslu.  Þetta er einmitt mergurinn málsins þ.e. að´viðræðurnar voru komnar í strand vegna ESB sjálfs en ekki ráðamanna á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 10:51

3 Smámynd: Örn Ingólfsson

Ásthildur það var ekki ESB sem setti allt í strand heldur ef að þú hefur lesið blöðin á þessum tíma þegar að gert var hlé það var út af andstöðu og málþófi flokkanna sem ráða Íslandi í dag vegna þess að þei vilja ekki missa spón úr sínum aski það er einkavæðing vildarvina, ríkisstyrkir upp á tugi milljarða á ári til hinna og þessa innan annars flokksins þannig að metnaður ýmissa atvinnugreina er í húfi! Tala nú ekki um milljarðaniðurfellingu á ýmsum gjöldum til sjávarútvegs! Því það eru ansi margir sem vilja ekki missa sitt og þess vegna má almenningur ekki njóta góðs bara ills af einokunar og vildarvinastefnu ríkisstjórnarflokkanna! Og þá spyr ég við hvað eru þessir strákar hræddir? Nú segi bara fyrir mig hræddir við að missa sitt og vildarvina en við höfum samt ef að við göngum í ESB annað Lýðræði ekki neitt bananalýðræði þar sem örfáir auðugir ráða þetta er það sem að ríkisstjórnin er hrædd við og líka þjóðaratkvæðagreiðslur! Og tala nú ekki um skoðanakannanir!!! Enda eru sumir farnir að skí..... upp á bak af hræðslu við almenning verkföll framundan og hvað svo?

Örn Ingólfsson, 20.3.2015 kl. 23:58

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

82% vilja klára viðræður, 55% vilja ekki í ESB, 45% vilja í ESB. Hvað þíðir þetta? Þíðir það að 82% vill klára viðræður, og kjósa síðan um þann samning sem liggur á borðinu. Segjir sig sjálft, að fólk úr báðum fylkingum vill taka upplýsta afstöðu, lætur sér ekki segjast einhverjar fullyrðingar hvorugrar fylkingarinar. Sú einstrengislega sfstaða NEI sinna að eingöngu eigi að kjósa um inngöngu eða ekki stenst enga skoðun hvar sem litið er. Til hvers að opna hvern "kaflan" á fætur öðrum, ef ekkert er til að semja um, að ekki sé talað um þann tíma sem í þetta fer. Telur fólk að ESB legjji saman að jöfnu t.d. Austurríki og Ísland m.t.t. sjávarútvegs og mikilvægi hans, og bara ekkert um að semja þar. Ok kannski gróft dæmi, en hvað með Belgíu þá, mögulega VLF af sjávarútveki þar kannski 0,1%, en á Íslandi 30-50%. En hvað með heimskautabaugs landbúnaðinn á Íslandi, vilja hann líka, raforkuna name it. En hin hliðin, sérhagsmunirnir, hvað heldur fólk með það? Myndi fólk samþykkja það að ESB heimtaði að fá krónuna, og skipta síðan út fyrir Evru?

Jónas Ómar Snorrason, 21.3.2015 kl. 09:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Örn ertu að segja að Ágúst Þór Árnason aðjunkt við lagadeild háskólans á Akureyri fari með rangt mál? Ég vitnaði jú beint í svar frá honum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 12:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef mig minnir rétt fór Steingrímur sjálfur út til að reyna að fá þennan pakka opnaðan en ekki var orðið við því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband