Of latir til að berjast og of feitir til að flýja

Af hverju ná Píratar miklum árangri í skoðanakönnunum? Ég held að skýringarnar séu þessar:

  1. Þeir virðast vera borgaralegir en róttækir
  2. Þeir taka afstöðu gegn bákninu
  3. Eru gagnrýnir á stjórnvöld
  4. Taka afstöðu með einstaklingnum
  5. Eru á móti „stóra bróður“ tilburðum stjórnvalda, gæta að litla manninum í þjóðfélaginu
  6. Kjósandinn getur auðveldlega samsamað sig við stefnu þeirra
  7. Talsmenn þeirra eru venulegt fólk með kostum og göllum

Sagt var einu sinni að sjálfstæðismenn væru og latir til að berjast og of feitir til að flýja.

Má vera að tími Sjálfstæðisflokksins sé liðinn. Að minnsta kost virðist flokkurinn eiga afar auðvelt með að fá fólk upp á móti sér, rétt eins og nýjustu atburði vegna ESB vitna um. Samband ungra sjálfstæðismanna virðist lífvana og Heimdallur er heillum horfinn en þessi samtök hafa löngum verið talin orkumestu hlutar flokksins.

Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er í lægð má hugsanlega rekja til eftirfarandi:

  1. Flokkurinn er almennt þunglyndur og illsýnilegur 
  2. Talsmenn flokksins hrökkva stöðugt í vörn
  3. Stefna landsfundar og stefna einstakra frambjóðenda fer ekki alltaf saman, sbr. ESB samþykktir landsfundarins.
  4. Flokkurinn er ósjálfrátt verjandi kerfisins
  5. Flokkurinn ver báknið
  6. Forystumenn flokksins eru kenndir við annarlega hagsmuni sem erfitt er að hrekja
  7. Litli maðurinn í þjóðfélaginu hefur ekki skjól af Sjálfstæðisflokkum
  8. Umhverfismál og náttúruvernd mæta afgangi hjá kjörnum fulltrúm á Alþingi

Svona mætti auðvitað lengi telja. Hitt er alveg kristalskýrt í mínum huga, kjósendur telja sig ekki lengur bundna við einn flokk. Þeir leita þess sem best býður í þeim málum sem þeim er hugstæðust. Rétt eins og neytandinn verslar í Bónus þegar honum sýnist eða Krónunni eða í Melabúðinni, þá flakkar kjósandinn um á sama hátt. Þeim fyrrnefnda stýrir buddan, þeim síðarnefnda stýra hagsmunirnir.

Það er hreinasta hörmung fyrir sjálfstæðismann eins og mig að fylgjast með fylgishruni flokksins og getuleysi forystumanna hans. Hugmyndafræðilega ætti flokkurinn að standa vel að vígi en málin þvælast út í allt annað og forystan stendur brókarlaus hjá stamandi einhverjar óskiljanlegar skýringar. Eftir þá hörmulega vilpu sem vinstri stjórnin viltist út í hélt maður að Sjálfstæðisflokkurinn kynni nú aldeilis fótum sínum forræði. En nei, hann er kominn út í álíka foræði.

Það er því ekki furða þó fólk eins og ég sé farið að líta með enn meiri áhuga til Pírata. Sem ætti nú að vera saga til næsta bæjar.

 


mbl.is Píratar stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Það er nú bara þannig að þegar stjórnmálamenn sem svíkja stöðugt það sem þeir lofa og snúa öllu haus, breyta jafnvel stefnumálum á heimasíðu flokkana í skjóli nætur eins og sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað gert frá því fyrir kosningar, þá hættir fólk að trú og treysta.

Sjálfstæðisflokkurin með núverandi foristu og þingmenn er rúinn öllu trausti almennings og margra þeirra sem ætíð hafa stutt flokkinn og fólk er komið með ofnæmi fyrir óheiðarleika, spillingu og lygum daginn út og daginn inn og vill fá heiðarlegt fólk á þing sem reynir að framkmkvæma það sem það hefur lofað kjósendum sínum, meðal annars að öll meiriháttar mál verði borin undir þjóðina og að landsmenn móti stefnumál flokksins. Píratar eru þannig uppbyggðir að félagasmenn geta kosið um stefnu flokksins og mótað hana á sérstakri heimasíðu og þar geta þeir líka lagt til breytingar á ýmsum málum ásamt ótal hlutum öðrum sem gerir það að verkum að íbúalýðræði verður virkara.

Persónulega vona ég að velgengni þeirra eigi bara eftir að dafna og fylgið að aukast.

Jack Daniel's, 19.3.2015 kl. 11:57

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Góð og raunsönn grein hjá þér Sigurður. Sendi þér jafnframt anti samúðarkveðjur, með þeirri von að bæði sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur þukist hið fyrsta út, enda er spillingaróþefurinn frá þeim óbærilegur, sem er auðvitað helsta ástæðan fyrir dvínandi fylgi þeirra, og sknaði þess í upptalningu hjá þér um orskir dvínandi fylgis.

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 12:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrrverandi sjálfstæðismenn eru velkomnir í Pírataflokkinn. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2015 kl. 12:23

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressandi hreinskilni.

Að mínu mati líður Sjálfstæðisflokkurinn einnig fyrir það að hafa aldrei tekist almennilega á við hrunið, hvorki hugmyndafræðilega né siðferðislega. Þar að auki líður flokkurinn, að mínu mati, fyrir það að Framsóknarflokkurinn, sem nú er örflokkur með 11% fylgi, virðist hafa töglin og halgdirnar í stjórnarsamstarfinu. 

Wilhelm Emilsson, 19.3.2015 kl. 17:21

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

. . . "töglin og hagldirnar" átti þetta að vera.

Wilhelm Emilsson, 19.3.2015 kl. 19:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verið ekki of fljótir að dæma hrun Sjálfstæðisflokksins. Skoðanakannanir endurspegla einstaka óþolinmæði manna sem ætla að flokkurinn rífi allt upp,hafandi óheiðarlegustu pólitíska flokka glefsandi,geltandi utan í allt það besta sem þeir eru að gera.Þar á meðal að forða okkur frá skrímslinu í austri.Menn dást að ósvífni Esbsinnaðra pólitíkusa hvernig þeir leika á þing og þjóð og ríkisfjölmiðill auk annara fjölmiðla auðmanna sér ekkert að því.-- Pólitíkin dregur dám af fjármálastríðinu ólíkt þeim fyrri sem Evrópuþjóðir vilja forðast. Þá flaut blóð,en nú frýs það.  

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2015 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband