Við störfum ekki í tveimur stjórnmálaflokkum samtímis
21.1.2015 | 10:28
Það hlýtur að vera ein af hinum óskráðu grundvallareglum í stjórnmálum að fólk í einum stjórnmálaflokki taki ekki þátt í flokkstarfi annars eða gegni þar ábyrgðarstöðum. Þess vegna var ég hissa þér ég frétti af því að samflokksmaður og gamall vinur, Gústaf Níelsson, sé kominn á mála hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík, orðinn fulltrúi þess flokks í svokölluðu mannréttindaráði.
Það getur ekki verið annað en algjör dómgreindarskortur eða fljótfærni hjá Gústaf að ljá máls á svoa tilboði, hvað þá að taka því.
Gústaf á að mínu mati aðeins tvo kosti, nákvæmlega sömu kosti og ég og aðrir Sjálfstæðismenn. Annað hvort erum við í Sjálfstæðisflokknum eða göngum úr honum. Við störfum ekki í tveimur stjórnmálaflokkum samtímis.
Hafi það verið dómgreindarskortur hjá Gústa að taka tilboði Framsóknarflokksins þá veit ég ekki hvernig á að lýsa þeim sem bauð. Annað hvort er þvílíkt fámenni í Framsókn í Reykjavík eða að dómgreindin er endanlega horfin hjá þessu fólki.
Óásættanlegt að skipa Gústaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst menn lutu svo lágt að skipa Önnu Kristinsdóttur sem mannréttindastjóra Reykjavíkur skiptir engu máli hvaða viðundur er skipað í mannréttindaráð, þetta apparat verður ekki eyðilagt frekar en orðið er.
corvus corax, 21.1.2015 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.