Stigakjafturinn í ræðustól Alþingis fer enn og aftur með fleipur
22.10.2014 | 18:54
En þá berast fréttir af því að til séu peningar til að endurnýja eða kaupa ný vopn fyrir lögregluna.
Nei, Björn Valur. Þetta voru ekki áreiðanlegar fréttir?
Hríðskotabyssur, hálfsjálfvirkar byssur, af sömu fjárlögum og gera ekki ráð fyrir því að börnum sé boðið hér upp á framhaldsskólanám og fullorðnu fólki úthýst úr framhaldsskólanámi sömuleiðis.
Nei, Björn Valur, hættu nú alveg. Einhvern tímann hefðu svona tengingar verið kallaðar lýðskrum.
Af sömu fjárlögum er gert ráð fyrir því að hægt sé að kaupa hér einhver hundruð nýrra hríðskotabyssa og hálfsjálfvirkra skammbyssa fyrir lögregluna.
Varstu búinn að lesa fjárlögin eða trúðirðu bara fréttum?
Og ég neita að trúa því að það hafi safnast slíkur söfnuður saman í þessa tvo stjórnmálaflokka að þeim finnist þetta öllum allt í lagi. Og ég höfða til framsóknarmanna sérstaklega og ég spyr ykkur öll hæstvirtu og háttvirtu þingmenn Framsóknarflokksins: Finnst ykkur þetta allt í lagi? Komuð þið hingað til þings í þessum erindagjörðum? Eða ætlið þið að spyrna við fótum, taka á ykkur rögg og stöðva þessa bölvuðu vitleysu sem þetta sannarlega er.
Af hverju spyr hann ekki líka háttvirta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, stjórn Hvatar eða Heimdellinga eða kjördæmisfélag Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu?
Hann er nú meiri strigakjafturinn, hann Björn Valur Gíslason, sem hrökklaðist af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Samflokksmenn hans vildu hann ekki á þing en gerðu hann þó að varaformanni flokksins sem fékk, meðal annars vegna Björns Vals, háðulega útreið í síðustu alþingiskosningum.
Svo stendur hann, varaþingmaðurinn, upp á Alþingi og fer með tómt fleipur og tvinnar saman byssur og nám. Af hverju lætur hann ekki nægja að fara í Keflavíkurgöngu. Það var þó alltaf dálítil reisn í þeim.
Ofangreindar tilvitnanir eru úr ræðu mannsins á Alþingi samkvæmt frétt ... DV.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.