Ögmundur bođar skrautritađan sósíalisma

Stjórnmálamenn og fjölmiđlamenn koma nú fram hver á fćtur öđrum og krefjast breytinga á búvörulögum í anda frjálshyggjusjónarmiđa. Engar undanţágur skuli leyfđar, markađslögmál skuli vera algerlega ráđandi og öllu sem heitir samvinna og samlegđ vísađ á dyr. Skyldu allir sem kveđiđ hafa upp stóra dóma á undanförnum dögum hafa hugsađ dćmiđ til enda?

Svo kerfislćgur sem Sjálfstćđisflokkurinn virđist vera hélt ég í einfeldni minni ađ hann myndi koma Mjólkursamsölunni til varnar í tilvistarbaráttu hennar sem byggist á einokun. Nei, hina sönnu kerfiskalla er greinilega ađ finna annars stađar. Ofangreind tilvitnun er úr grein Ögmundar Jónassonar, alţingismanns, ţeim „erkikomma“ sem er einna málugastur Vinstri grćnna. Grein Ögmundar birtist í Morgunblađi dagsins og undir yfirskriftinni: „Hvađ gagnast neytendum og bćndum?“. Svariđ liggur í augum uppi eftir lestur greinarinnar.

Samkvćmt orđabók Ögmundar er samkeppni á markađi „frjálshyggja“, ţó varla nýfrjálshyggja eđa öfgafrjálshyggja. Viđ hin tölum, eiginlega hvar í flokki sem er, tölum einfaldlega um samkeppni vegna ţess ađ annađ gengur ekki. Ekki nokkurt réttlćti er fólgiđ í afskiptum ríkisvaldsins af markađnum vegna ţess ađ ríkiđ kann í eđli sínu ekki á neina starfsemi á markađi. Og jafnvel ţó ţađ taki ţátt í samkeppni á markađi ţá er ţađ gert međ ţvílíkum endemum og svindli ađ ekki tekur nokkru tali. Látum ţađ vera í bili.

Ögmundur ver einokun MS međ kjafti og klóm. Hann segir:

Afkomu MS, fyrirtćkis bćndanna, er stýrt međ verđlagningu á hráefni og afurđum ţannig ađ hún er rétt liđlega 1% af veltu í góđu ári, um 300 milljónir af 20 milljarđa króna veltu. Hagnađur stćrsta smásölurisans, Haga, sem í raun rćđur örlögum framleiđslufyrirtćkja í matvćlaiđnađi, nam í fyrra fjórum milljörđum króna af 76 milljarđa veltu. Ţetta er munurinn á fákeppnisfyrirtćki á markađi án kvađa og fyrirtćki sem lýtur regluverki og ađhaldi! 

Manninum stendur hrein hugmyndafrćđileg ógn af ţví sem verđur til ţegar gjöld eru dregin frá tekjum fyrirtćkis. Ţađ er sem morđ í huga hans ađ góđur hagnađur sé af rekstri fyrirtćkis. Vonandi heldur er ţađ ekki skođun hans ađ hagnađur af rekstri fyrirtćkis skuli ekki vera meiri en 1,5% eins og hann segir ađ sé í tilviki MS. Ţađ ţćtti nú merkileg ávöxtun hvorki 1,5% og raunar líka 5,26% eins og er hjá Högum miđađ viđ upplýsingarnar sem Ögmundur gefur. Hann ćtti ađ tékka á innlánsvöxtum í ríkisbankanum Landsbankanum og ekki síđur útlánsvöxtum ţar á bć og hjá öđrum bönkum, svona til samanburđar.

Annars er alltaf vandinn viđ „erkikommana“ ađ ţeir eru á móti hagnađi, enginn má grćđa. Ţađ er hin argasta frjálshyggja. Takiđ svo eftir orđalaginu. Hagar eru „fákeppnisfyrirtćki á markađi án kvađa og MS er „fyrirtćki sem lýtur regluverki og ađhaldi“. Ţetta kallast nú eiginlega skrautritađur sósíalismi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sósíalismi, já, ţađ er ţetta, ađ vissu leiti.

Kerfiđ sem MS er rekiđ eftir hefur nafn á Íslensku (reyndar á útlensku líka, en ég ćtla ađ leyfa ţér ađ fletta ţví upp): "fyrirtćkja lénsrćđi."

Ţađ er kerfiđ ţar sem stórfyrirtćki stunda einokun međ algjörum stuđningi ríkisins, ţannig ađ ţau eru í raun bara leppar fyrir ríkiđ.

Sjálfstćđ, jú, en á sama hátt og Kínversk fyrirtćki.

Dálítiđ mikiđ vinstri, en ekki alvöru kommúnismi.

Heldur hitt... ţú veist, blótsyrđiđ.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2014 kl. 18:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband