Hvað veldur hækkun húsnæðis hér á landi?

Fasteignabólur virðast hafa sprottið upp í mörgum borgum vestur Evrópu. Þannig er það í Kaupmannahöfn, Ósló, Amsterdam og víðar. Í Reykjavík er mikill gröftur í fasteignabólunni.

Okkur leikmönnum finnst það undarlegt hversu húsnæðisverð hækkar án þess að eftirspurnin sé í samræmi við það. Gæti verið að önnur öfl spili á markaðinn og við það hækki fasteignaverðið úr öllu hófi.

Bygging fasteigna, íbúða og skrifstofuhúsnæðis, er tiltölulega einföld en þróuð atvinnugrein. Fyrir örfáum árum var mikið rætt um að á höfuðborgarsvæðinu væru þúsundir íbúða umfram þörf. Hvað gerðist? Ekki hefur þörfin aukist eða salan tekið svo mikinn kipp að það skýri bóluna hér á landi. 

Ég man ekki eftir að neinn hafi skoðað ástæðurnar fyrir hækkandi fasteignaverði hér á landi. 


mbl.is Írar óttast aðra fasteignabólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það læðist að manni sá grunur, að fjármálastofnanir og fasteignasalar séu helstu orsakavaldar að hækkandi húsnæðisverði. Varla getur það verið stóraukinn kaupmáttur, svo mikið er víst.

Halldór Egill Guðnason, 29.9.2014 kl. 12:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bankar vilja frekar sitja uppi með húsnæsði en að selja, þeir reka líka í mörgum tilfellum fólk úr út húsunum, svo þau standa auð. Allt þetta virðist vera til þess að hafa eignastöðuna í lagi. Þessu þarf að breyta og fara að reikna eignastöðuna öðruvísi, þannig að þeir sýni fram á raunverulega stöðu en ekki einhverskonar gefihagnað sem ekki er fótur fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 12:35

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bankar eiga alveg ofsalega mikið af fasteignum. Það er því létt verk fyrir þá að halda verðinu háu.

Það er reyndar talsvert yfir kaupgetu, sýnist mér, akkúrat núna, og hefur verið ansi lengi.

Það er mjög afbrigðilegt, og mun enungis lagast á sársaukafullan hátt fyrir alla.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2014 kl. 15:45

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það eru margar ástæður fyrir hinu svimandi háa verði á íbúðarhúsnæði, sem er hlutfallslega miklu dýrara nú en var fyrir nokkrum áratugum. Enda getur venjulegt fólk í dag ekki eignast eða leigt sér þak yfir höfuðið.  Þar leggst allt á eitt:  Gatnagerðargjöld og lóðakostnaður.  Hönnunar og eftirlitskostnaður. Áður réðu menn sér húsasmiði og húsið kostaði þeirra vinnulaun og efniskostnað + áðurnefnda þætti.  Nú byggja nánast eingöngu verktakar sem leggja síðan einhver x% ofan á raunverulegan byggingakostnað til þess að geta greitt sér ,,eðlilegan arð af fyrirtækinu".  Síðan koma fasteignasalarnir og bæta sínum prósentum ofan á allt heila klabbið.  Eftir stendur húseigandinn með verðtryggðar skuldir sem hann verður að þræla fyrir fram á grafarbakkann.

Þórir Kjartansson, 29.9.2014 kl. 16:58

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Ýmsir hefðbundnir mælikvarðar benda til þess að ágætt jafnvægi ríkir á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Það má t.d. nefna langtímaþróun raunverðs á húsnæði, samhengi íbúðaverðs og kaupmáttar launa og samhengi íbúðaverðs og byggingarkostnaðar.

sleggjuhvellur, 29.9.2014 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband