Gengdarlaus áróður gegn því að fólk fái að sjá gosið

Hættulegustu staðir á Íslandi eru meðal annars þessir:
  • Bjargbrúnin, fallið drepur ekki heldur lendingin
  • Esjan og önnur fjöll, hætta er á að misstíga sig og velta niður hlíðar
  • Árbakkar, hættulegt að falla út í kalt straumvatn eða stöðuvatn
  • Storknað þúsund ára apalhraun, hætta á að misstíga sig, detta og reka höfuðið í
  • Gangbrautir yfir Miklubraut eða aðrar götur þéttbýlis
  • Vegaxlir þjóðvega eru hvorki gerðar fyrir gangandi eða hjólandi fólk
  • Stigi í heimahúsi, hætta á að fólk detti niður
  • Sæti á svölum Þjóðleikhúsinu, þær gætu hæglega brotnað
  • Sjúkrahús, þar deyr fjöldi manns á hverju ári
  • Rúmið í svefnherbergi fólks, hættulegasti staður í öllum heiminum, þar deyja flestir
Honum ætlar aldrei að linna, áróðrinum gegn því að fólk fari að gosstöðvunum fyrir norðan Dyngjujökul. Allt er tínt til. Hættulegt er í kringum gígana sem dæla upp hrauni en þangað leggur ekki nokkur maður leið sína vegna þess að glóandi hraun umlykur þá og auk þess er hitinn gríðarlegur.
 
Enginn minnist á að hættan vegna gasmengunar er hlutfallslega minni eftir því sem fjær dregur gosstöðvunum. Skyldi einhverjum vera hætta búin sem horfir á gosstöðvarnar úr tveggja km fjarlæg með strekkingsvindinn í bakið? Er fólkinu á Vaðöldu einhver hætta búin þó þangað standi vindurinn af gosstöðvunum?
 
Víða hefur gosið á Íslandi undanfarna áratugi. Þúsundir manna fóru að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og enginn kenndi sér nokkurs meins þar. Þúsundir hafa líka farið að glóandi hraunum í Heklugosum.
 
Vissulega hafa tvisvar orðið banaslys í nánum tengslum við eldgos, eitt í Heimaeyjargosinu og annað í Heklueldunum 1947.
 
Áróður lögreglu og almannavarna breytir því ekki að fjöldi fólks vill fara að gosstöðvunum við Dyngjujökul. Hægur vandi er að verða við þessum óskum almennings og skipuleggja skoðunarferðir eins og ég hef áður rakið í pistli hér á þessum vettvangi.
 
Staðan er hins vegar þannig að yfirvöld treysta ekki fólki, jafnvel þeim sem hafa umtalsverða reynslu af fjallaferðum og ráða yfir mun meiri þekkingu en lögregla og almannavarnir samanlagt. 

mbl.is Hættulegasti staður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er ekki laust vid ad thad sé dálítid pirrandi, thegar stjórnvöld gefa sér thad sem víst, ad allur almenningur séu fífl. Ekki thad ad ekki eigi ad fara varlega kringum eldgos, en er thetta ekki ordid svolítid vel í lagt, med allan thennan hraedsluáródur?

Halldór Egill Guðnason, 11.9.2014 kl. 17:29

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fjölmargir jeppamenn teljast ágætir fjallamenn og byggja á góðri reynslu og þekkingu. Auvðitað er þeim treystandi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.9.2014 kl. 18:44

3 Smámynd: Ármann Birgisson

Þegar ég var gutti þá fóru menn einfaldlega og skoðuðu eldgos sem urðu,t,d Hekla 1970, Vestmannaeyjar 1973 og Krafla nokkrum árum seinna en í dag virðist bara dauði og djöfull fylgja eldgosum eða þannig láta yfirvöld. Hvað breyttist, er alltaf verið að passa okkur? kannski í framtíðinni þurfum við leyfi yfirvalda ef við ætlum út í göngutúr.

Ármann Birgisson, 11.9.2014 kl. 19:30

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Veltið aðeins fyrir ykkur af hverju það er bannað að keyra upp frá Brú á Jökuldal, upp að Kárahnjúkum og að gamla Möðrudalsveginum. Af hverju skyldi það vera? Hættulegt? Nei varla. Þægilegur staður til að loka? Tja... Þægilegt fyrir hvern? 

Sindri Karl Sigurðsson, 11.9.2014 kl. 20:07

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mikið er ánægjulegt að fleirum en mér finnist þetta undarlegar ráðstafanir hjá yfirvöldum.

Enginn stoppaði né varaði mig við því 9. september 1980 að ganga einn upp að gígunum í SV öxl Heklu og skoða hraunið í nærmynd.

Og strákurinn lifði það af ... Af hverju? Af því að hann fór varlega, sá hætturnar og varaðist þær.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.9.2014 kl. 20:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vísindamenn, fréttamenn og myndasmiðir af viðurkenndri gerð, ásamt erlendum áhugamönnum um eldgos eru velkomnir  á ábyrgð okkar sem ekki fáum að sjá, eða er ekki svo? Á hverra ábyrgð og hver kostar þetta fólk þarna?

Í gær er ég gagnrýndi þessa algeru útilokun okkar venjulegra Íslendinga hér á kaffistofunni. Þá sagði viðmælandi  minn einn að það væru ekki allir eins vel gefnir og við sem skiljum allt og kynnum að bregðast við hveri vá.  Svo bætti þessi ágæti viðmælandi minn sem kann illa að aka á malbiki, hvað þá á fósturjörðinni því  við, að flestir væru fífl sem ekkert kynnu og engu hlýddu um akstur við erfiðar aðstæður.

Auðvita erum við fífl sem viljum taka ábyrgð á okkur sjálf.   Auðvita erum við fífl sem látum fara svona með okkur, en það eru miklu meiri fífl sem hætta þeim möguleika sínum að geta haft stjórn,  með því að beita ósæmilegu ofbeldi. 

 En ég ætla mér engan hlut í þessu efni sökum tímaskorts en  mögulega kíki ég á þetta á loka dögum líkt og gerðist með Kröflu.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2014 kl. 23:05

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er mannskeppnan allt í einu orðin svo heimsk að ekki er hægt að treysta henni út fyrir hússins dyr? Ég held ekki, en hafa ber í huga að ýmsar stofnanir sem eru reknar fyrir fé almennings verða að sanna tilverurétt sinn. Það er mjög ganglegt að hafa einhverjar grýlur sem sérfræðingarnir verða síðan að vera á háum launum til að vernda almenning gegn, enda fólk upp til hópa heimskt, eða hvað?

Einu sinni ver talað um "survival of the fittest". Nú á dögum er það "survival of the dumbest" sem skiptir mestu.

Hörður Þórðarson, 12.9.2014 kl. 04:17

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaninn kallar þessar týpur "only ones," eftir fleig orð lögreglumanns, sem einmitt náðist á myndband:

https://www.youtube.com/watch?v=AxWWJaTEdD0

Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2014 kl. 06:17

9 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Miðað við hvernig fólk hagaði sér við að skoða Fimmvörðuhálsgosið, akandi á smábílum þvers og kruss yfir árkvíslar innan við Fljótshlíðina og léttklætt gangandi frá Skógum upp á Fimmvörðuna, er ekkert vit í að hleypa almenningi upp á öræfin.

Það dóu tvær manneskjur sem fóru til að skoða Fimmvörðuhálsgosið Sigurður ekki gleyma því. Það er farið að hausta og allra veðra von.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2014 kl. 09:36

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vísindamenn hafa ítrekað þurft að rýma svæðið fyrirvaralaust. Hvernig haldið þið að ástandið yrði ef mörg hundruð eða þúsundir manna væru á svæðinu... ?

Þetta gos er ekki sambærilegt við önnur gos vegna gasmyndunar. Ekki eru dæmi um mengun frá gosstöðvum í þessu magni á Austfjörðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2014 kl. 09:39

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og ekki má heldur gleyma hætunni ef gýs undir jökli. Þá er ekki víst að gangi nógu hratt að smala fjölmenni af svæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2014 kl. 09:42

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka innlitið, Gunnar. Ég er ekki sammála þér. Margvísleg mengun fylgir öllum eldgosum. Kíktu á pistil hér frá því 8. september. Þar segi ég frá því hvernig megi skipuleggja skoðunarferðir.

Hallgrímur, enginn var í hættu vegna Fimmvörðuhálsgossins. Fólk sem fór á Hálsinn var yfirleitt vel búið, bæði það sem var gangandi og akandi og það fékk að fara óhindrað að gosstöðvunum. Og þaðan komu allir aftur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.9.2014 kl. 09:57

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara allt önnur staða en í gamla daga. Vegna ýmissa þátta.

Í fyrsta lagi væri fólk víst með að fjölmenna þarna upp nú til dags. Sást alveg í þarna, gosinu á undan Eyjarfjallagosinu sem eg man nú ekki í augnablikinu heitið á, að sumir bera enga virðingu fyrir aðstæðum. Það er erfitt að ætla að hafa fólk í bandi þegar upp er komið.

Í annan stað hefur komið til miklu öflugri almannavarnir og ráðamenn í almannavörnum o.s.frv. Þeir hafa vald til að banna o.s.fr. Eða ekki banna.

Það er náttúrulega gríðarlegt ábyrgðarhlutverk að leyfa fólki að fara á slík hættusvæði.

Það er eðlilegt, að mínu mati, að þegar einstaklingar eru í þeirri stöðu að geta ráðið því hvort fólk fái að fara þarna - að þeir einstaklingar sem ráði vilji taka enga áhættu. Í hvaða stöðu væru þeir einstaklingar ef eitthvað kæmi svo uppá?

Þessi umræða, lokun vegna aðstæðna í náttúru o.s.frv., eru vel þekkt víða útá landi td. í sambandi við rýmingu vegna snjóflóða eða lýsa yfir hættuástandi o.s.frv. Það eru oftast miklar deilur á litlum stöðum um hvort eigi að rýma eða ekki rýma vegna snjóflóðahættu eða hvort ákvörðun viðkomandi yfirvalda sé rétt.

Þróunin síðustu ár er að taka sem minnsta áhættu.

Það er ekki svo langt síðan að viðhorf gagnvart þessu gjörbreittust á Íslandi eins og margt annað.

Td. um 1990 veit ég um dæmi þar sem menn lokuðu verksmiðju vegna snjóflóðahættu. Eftir 2-3 daga var kominn mikill þrýstingur af hendi eiganda verksmiðunnar að opna. Hráefni skemmdist o.s.frv. Yfirvöld létu undan og opnuðu svæðið. Menn mættu til vinnu - og þá kom snjóflóð. (enginn slasaðist alvarleg í því snjóflóði.)

Punkturinn hjá mér er aðallega, að þegar menn eða konur eru komin með þessi völd að geta bannað eða ekki bannað - þá er frekar skiljanlegt að þeir hinir sömu einstaklingar hallist frekar að banni. Eða hver vill sitja uppi með dæmið ef eitthvað fer úrskeiðis?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 10:16

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Ómar Bjarki, fyrir málefnalegt innlegg. Svo ég grípi nú bara í hluta af því sem fram kemur hjá þér, þá finnst mér það mjög mikil íhlutun að banna. Það er aðalatriðið. Betra er að leyfa undir skipulagi.

Við erum fjölmargir sem treystum okkur til að fara þarna inneftir, skoða okkur um, taka myndir og hypja okkur síðan burtu aftur. Við vitum um hætturnar, þekkjum þær flestar og höfum reynslu.

Jú, auðveldast er að banna. Það stangast hins vegar gjörsamlega á við lífsskoðun mína að einhverjir sem lítið þekkja til, hafa litla reynslu af fjallamennsku skuli hafa þau völd að geta bannað mér för um landið mitt. Er þetta lið að hugsa um mig eða eigin rass ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.9.2014 kl. 10:33

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ber fólk ekki ábyrgð á sjálfu sér?

Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2014 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband