Sá draumspaki segir til um þróun Flæðahrauns
8.9.2014 | 18:00
Maður nokkur sem ég þekki helst ekki hafði samband við mig í dag og það ekki í fyrsta sinn.
Þeir sem hafa nennt að lesa þessa pistla mína kannast ábyggilega við kauða. Hann hefur hér verið iðulega nefndur sá draumspaki eða berdreymni.
Stundum, þegar ég hef ekkert annað fyrir stafni, hef ég vitnað í hann. Ekki það að ég hafi eina einustu trú á draumum eða því sem oft er nefnt yfirskilvitleg efni. Breytir engu þó að hann hafi stundum haft rétt fyrir sér. Til dæmis sagði hann fyrir um úrslit síðustu kosninga, þau stemmdu ekki alveg er úrslit voru það engu að síður. Eitt sumarið kvaðst hann hafa dreymt fyrir komandi vetri og viti menn, vetur kom á eftir hausti. Hann dreymdi einnig fyrir uppstyttu og draumurinn rættist.
Fyrir ekki alls löngu dreymdi hann draum þess efnis að maður knúði dyra hjá honum og kynnti sig sem Bárð og í annarri hendi hafði öskju fulla af einhverju sem þó var ekki matarkyns. Í hinni hendi hafði hann íslenskan bjór sem freyddi af og skalf höndin.
Auðvitað var þetta bara einn af þessum marklausu rugldraumum hins draumspaka.
Jæja, í dag sendi hann mér fax og á því voru dregnar útlínur hraunsins og sagðist hafa dreymt fyrir um hversu mikið það muni stækka á næstu dögum. Svo bað hann bað mig lengstra orða að birta þetta á blogginu mínu.
Hér er spáin og svo er bar að vita hvort hún rætist. Sjáanlega býst hann við að hraunið breikki og stækki. Mér finnst lokaútgáfan, þessi þarna bláa, frekar ósennileg. Eitthvað eru þó útlínur hraunsins kunnuglegar en ég átta mig ekki á hvað þær minna mig ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Yfirleitt opinbera berdreymnir og ófreskir framtíðarsýnir sýnar ekki fyrr en eftir að sýnir þeirra og draumar hafa "komið fram". Hvernig sem stendur á því!
En skemmtanagildi slíkra framtíðarsýna er ósvikið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2014 kl. 19:45
..... og ófreskir framtíðarsýnir sínar ekki .....
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2014 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.