Ísinn í Bárðarbungu sígur en enn sjást ekki brotalínur

Bárðarbunga 5-9, MTGHér er fallega mynd af Bárðarbungu sem Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, tók fyrir tveimur dögum. Kunnugir sjá að þar hefur orðið sig, en við leikmenn greinum það fæstir.

Þess vegna er gott að hafa til viðmiðunar teikninguna hér fyrir neðan sem unnin var á Veðurstofunni og birtist fjölmiðlum í dag.

Á henni má sjá þá lækkun sem orðið hefur á Bárðarbungu. Munum að flatarmál hennar er gríðarlega mikið eða um 65 ferkm.

bardarbunga_laekkukn_thversnid

Yfirleitt þegar hiti eða eldsumbrot eru undir jökli sem leiðir til að yfirborðið sígur brotnar ísinn og brotalínur verða sjáanlegar. Þetta muna flestir af myndum sem sýndar hafa verið af Skaftárkötlunum en úr þeim hleypur oft vatn og streymir undan jöklinum og í Skaftá.

Aungvar brotalínur hafa orðið á ísnum á yfirborði Bárðarbungu. Hvernig ætli nú standi á því? 

Þarna er sjö til áttahundruð metra þykkur ís sem sigið hefur um tæpa rúma fimmtán metra. Hugsanlega er það of lítið til að ísinn brotni, ef til vill þarf mun meira til. 

Sigið getur bent til þess að jarðhiti sé undir ísnum sem stafi af því að yfirborð jarðar hitni vegna nálægðar við kvikuþró sem þar er sögð vera. Ótrúlegt er hins vegar að eldgos sé hafið þarna undir nema það sé afar lítið. 

 

 

 


mbl.is Hraunið rennur kílómetra á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getur kannski verið að hiti í öskjunni hafi aukist það mikið að ísinn ofan á henni sé byrjaður að þiðna neðanfrá og verða vatnssósa upp úr, en það eigi einfaldlega eftir að ná í gegn til yfirborðsins? Ef hann er orðinn hálf vatnsósa gæti það útskýrt hvers vegna hann bognar frekar en að brotna, maður hefur séð lagnaðarís haga sér þannig við tilteknar aðstæður í hafi.

Þegar ísklumpurinn í öskjunni nær nákvæmlega 0°C meðalhita, mun ég verða því fegnastur að vera niðurkominn í öðrum landshluta.

Nú væri gott að vita hvort að auk þess að mæla hæðarlínur á jöklinum í Bárðarbungu, hafi mælingar verið gerðar á innra hitastigi hans.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2014 kl. 15:37

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Guðmundur. Mér finnst þetta dálítið langsót skýring vegna þess að hefði þetta gerst myndi rúmmál íssins/snævarins gjörbreytast. Gríðarlegan hita þarf til að bræða jökulinn, svo ekki sé talað um 7-800 m, og þegar það gerist held ég að sé ekkert millistig, annað hvort er það vatn eða ís.

Líklegast er að þetta sig sé nægilega lítið til að ekkert sjáist á yfirborði.

Önnur skýringin gæti verið sig vegna þrýstingsmunar á kvikuhólfinu undir, á þann hátt að ekki bætist jafnmikið inn í það eins og fer út úr því og í bergganginn fræga.

Held að fáir þori núna að standa í mælingum og borunum á Bárðarbungu til að finna innra hitastig hans. Sama hversu mikilvægar þær kunni að vera ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2014 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband