Kann Mogginn ekkert í landafræði?

Meint Bárðarbunga2

Ég hef bloggað á Moggablogginu frá því 2006, að því er mig minnir. Aldrei nokkurn tímann hef ég tvíbloggað með sömu frétt. Raunar hef ég reynt að hætta að blogga með fréttum, að minnsta kosti dregið úr því.

Fyrir tæpum klukkutíma bloggaði ég með frétt á mbl.is. Með fréttinni var nokkuð falleg mynd úr Kverkfjöllum og hún sögð af Bárðarbungu. Það þótti mér afar miður.

Fyrir nokkrum mínútum sá ég aðra frétt á mbl.is með annarri fallegri mynd sem tekin er úr flugvél yfir Tungnárjökli og horft er yfir upptök Skaftár, nyrsta hluta Langasjávar og víðar. Þessa mynd segir mbl.is að sé af Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum.

Eitthvað er að hjá Mogganum í kvöld og maður getur hreinlega ekki orða bundist.

Þessi vinnubrögð eru slæm. Blaðamaður sem þekkir ekki til í landafræði á ekki að skrifa frétt um eldgos, skjálftavirkni eða starf vísindamanna í þessum greinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Sigurður þeim er vorkunn, þar sem þeir liggja undir áföllum af sprengingum. Það eru  mannfjöldasprengingar, aðsóknarsprengingar og hjá þeim springur allt sem eykst. 

Nokkuð er ég viss um að haldi svona áfram þá koma inná við sprengingar eins og gæti gerst ef fæðingum fækkaði lítilsháttar.  Út af öllum þessum sprengingum þá hefur kortaklefinn laskast verulega sem og kompa aðsendra greina.  Þetta er nú reyndar svipað hjá RÚV, en pestin líklega ræktuð hjá DV.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2014 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband