Kolröng mynd með frétt

Meint Bárðarbunga

Val á myndum skiptir miklu máli fyrir frétt. Ekki gengur til dæmis að birta mynd með frétt af núverandi forsætisráðherra og segja að hann heiti Jóhanna Sigurðardóttir.

Jafn vont er að birta frétt úr Kverkfjöllum með Dyngjujökul í baksýn og halda því fram í myndatexta að myndin sé af eða frá Bárðarbungu.

Fréttir eiga að vera sannleikanum samkvæmar, bæði texti og myndir.

Frá Bárðarbungu og í Kverkfjöll eru tæplega fjörtíu km í beinni loftlínu og í góðu skyggni má sjá á milli þessara staða. Það er hins vegar fjarri lagi að hægt sé að segja þá einn og hinn sama.


mbl.is Mat vísindamanna að ekkert gos sé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt, þessi ónákvæmni getur verið pirrandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2014 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband