Gýs í dag á flæðunum norðan Dyngjujökuls?

140822 Bárðarb og Dyngju kl 0845Afdrifaríkar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni í Bárðarbungu og sérstaklega Dyngjujökli frá því í gær. Rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun var staðan eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þá virtist sem að skjálftar tengdum bergganginum í stefnunni SV-NA hefði stöðvast og enn voru um 10 km út í jökuljaðarinn.

Núna eftir hádegi í dag segja jarðfræðingar í fjölmiðlum landsins að losnað hefði um fyrirstöðu sem berggangurinn hafði hugsanlega orðið fyrir á leið sinni til norðausturs. 

140823 Bárðarb og Dyngju kl 1308

Þetta má glögglega sjá á stóru myndinni. Þar er tvennt sem vekur athygli. Annars vegar er að skjálftum hefur stórlega fjölgað. Hitt er að breyting virðist hafa orðið á stefnu þeirra eða berggangsins. Hún er nú orðin miklu norðlægari en áður, er nálægt því að vera S-N.

Einnig skal á það bent að nú eru berggangurinn komin mun nærri jökuljaðrinum, er aðeins innan við 4 km frá honum.

Hvað dýpið niður á hann er mikið fylgir ekki sögunni. Ég á þó bágt með að trúa öðru en að hann nálgist nú óðfluga yfirborðið enda miklu minna farg sem er fyrir ofan hann en meðan hann var lengst undir jökli.

Af þessu má draga þá ályktun að gjósi við jaðar Dyngjujökuls eða á flæðum Jökulsár á Fjöllum verður ekkert hamfararflóð. Aðeins hraunflóð sem ætti ekki að valda neinu tjóni á mannvirkjum eða umferð enda takmarkað við flæðurnar sunnan Öskju og norðan Dyngjujökuls.

Þetta kann þó allt að vera tóm vitleysa enda hefur sá sem hér slær á lyklaborð ekki hundsvit á jarðfræði þó hann reyni að vera sennilegur. Í ljósi þess vill hann gerast spámannlegur og væntir eldgoss áður en degi lýkur, þó fyrr en síðar.

Verra kann þó að vera að Bárðarbunga er enn virk þó gjósi í eða við Dyngjujökul. Ástæðan er einfaldlega sú að sú miga sem lárétt útstreymi frá möttlinum undir Bárðarbungu er og myndað hefur bergganginn undir Dyngjujökli, þá hefur það engin áhrif á lóðréttu orkuna sem leitar útrásar undir bungunni. 


mbl.is Skyndileg aukning á skjálftavirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband