Gott á þig vanstillti varnarmaður Keflavíkur

Kjartan þarf að sitja undir alveg ofboðslegum svívirðingum frá stuðningsmönnum andstæðinga KR. Og það er bara látið viðgangast. Svona eins og hann eigi að hrista það af sér. Þetta sé ekkert mál.
Ef hann væri þeldökkur fengju liðin 150 þúsund króna sekt, bann, dómarinn myndi stöðva leikinn og biðja vallarþul um að fara með tilkyninngu að hætta fordómum o.s.frv.
 
Í stúkunni er að öllum líkindum fjölskylda hans og barn. Ég þekki það samt ekki og kæmi mér ekkert á óvart ef fjölskyldan væri hætt að mæta á KR-leiki.
 
Benedikt Bóas, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifar á þessa leið í pistli á íþróttasíðunni í blaði dagsins. Honum ratast hér satt á munn, raunar hefur hann hárrétt fyrir sér. Það er ótrúlegt að sjá viðbrögð margra þeirra sem leika gegn meistaraflokki KR. Raunar er varla hægt að kalla suma þeirra íþróttamenn, því sannir íþróttamenn eru ekki vanstilltir í skapi.
 
Ég hef horft á marga leiki með KR í sumar og fyrra sumar. Kjartan Finnbogason má lítið gera og alls ekki láta andstæðinganna finna fyrir sér. Hann er snúinn niður og yfir hausamótunum á Kjartani stendur andstæðingurinn oft froðufellandi, eys ekki aðeins munnvatni heldur lætur hann heyra hversu mikill óþverri hann sé ... Og hvers vegna? Jú, af því að Kjartan er snjall fótboltamaður og margir eru hræddir við hann og halda að hluti varnarinnar sé að „terrorisera gæjann“.
 
Þetta var nokkuð áberandi hjá varnarmönnum Keflvíkinga í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ótrúleg orka leysist úr læðingi við skítkast og ruddaskap sem betur væri nýtt í að leika almennilegan fótbolta. Nei, þeir skildu sumir hverjir ekki út á hvað fótboltaleikur gengur og þess vegna töpuðu þeir. Þetta er svo einfalt og auðsætt. Um leið og örfáir Keflvíkingar fóru að einbeita sér að því að vera með leiðindi við Kjartan opnaðist vörnin, einbeitingin feyktist með norðanáttinni suður til Keflavíkur.
 
Það var hins vegar svo afaskaplega sætt að Kjartan Finnbogason skyldi hafa náð að skora sigurmarkið.
 
Gott í þig, skapilli og vanstillti varnarmaður Keflavíkur. Maður nennir ekki einu sinni að muna nafnið þitt.
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband