Er eitthvađ rotiđ hjá sérstökum saksóknara og FME?
3.7.2014 | 08:33
Ţáverandi forstjóri FME taldi ţađ meginmarkmiđ sitt ađ kćra sem flest mál án tillits til gćđa rannsóknar. Ţessi einstaklingur var einnig tilbúinn ađ brjóta lög til ţess ađ koma höggi á ţingmann sem honum var í nöp viđ. Afleiđingin er sú ađ hátt í 400 manns hafa fengiđ réttarstöđu grunađs manns. Ađ minnsta kosti helmingur mála sem FME hefur kćrt til sérstaks saksóknara er tilefnislaus. Fyrir liggur dómur um ađ FME svipti saklausan mann starfi sínu og veittist ađ ćru hans á heimasíđu sinni. Umbođsmađur Alţingis og dómstólar hafa gert athugasemdir viđ fjölda mála hjá FME, s.s. nafnalista yfir óćskilegt fólk, ólögmćta gjaldtöku og ólögmćtar sektir.
Ţannig ritar Helgi Sigurđsson, hćstaréttarlögmađur, í grein í Morgunblađi dagsins. Hún er mjög beinskeytt gagnrýni á störf embćttis sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins og Helgi er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af ţróun mála. Ađrir lögmenn og einnig leikmenn hafa gagnrýnt framgöngu ţessara embćtta og sérstaklega fjölda mála sem reynst hafa tilefnislaus og litlu skipt í uppgjöri hrunsins.
Ađ sjálfsögđu ţurfa stjórnvöld ađ ganga hćgt en yfirvegađ fram. Ákćra er í sjálfu sér mikiđ áfall fyrir ţann sem fyrir verđur og ekki síst ef hún hefur ekki neina stođ í raunveruleikanum. Greinarhöfundur rekur mál gegn skjólstćđingi sínum. Til skýringar segir hann:
Ţetta er sambćrilegt viđ ađ líta svo á ađ einstaklingur sem framlengir eins milljón króna yfirdrátt mánađarlega hafi á einu ári fengiđ 12 milljóna króna lán. Ţessi einfalda skekkja fór framhjá Fjármálaeftirlitinu, sem er sérhćft stjórnvald á ţessu sviđi, sérstökum saksóknara, sem á ađ hafa sérstaka ţekkingu á efnahagsbrotum, og dómara viđ Hérađsdóm Reykjavíkur. Afleiđingarnar urđu umfangsmiklar lögregluađgerđir á hendur fjölda manns og atvinnumissir auk ýmissa annarra skerđinga á grundvallarmannréttindum.
Mann rekur hreinlega í rogastans viđ lesturinn og veltir fyrir sér hvernig svona mistök geti átt sér stađ í ţeim stofnunum ţjóđarinnar sem hvađ mikilvćgastar eru.
Hitt er svo annađ ađ embćtti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitiđ eiga án efa eftir ađ gera athugasemdir viđ grein Helga Sigurđssonar. Ţađ er hins vegar góđ regla fyrir ţá sem fylgjast međ í stjórnmálum og atvinnulífi landsmanna ađ hlusta á sjónarmiđ sem fram eru lögđ, sérstaklega ţegar ţau eru rökstudd jafn vel og Helgi gerir. Ţetta ţarf embćtti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitiđ líka ađ gera ţví ţađ vćri ótćkt ef ţessar stofnanir vísa allri gagnrýni á bug eđa láta sem ekkert sé og halda áfram fyrri iđju.
Viđ, almenningur, ćtlumst til ađ réttlćti sé framfylgt en ekki sé gengiđ fram til ađ efna til ofsókna gegn hundruđum eđa ţúsundum í ţeirri von ađ einn og einn ţrćlsekur hljóti ađ vera í hópnum og fái ţannig sína refsingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.