Þess vegna er sjálfstæði Íslands í hættu
19.5.2014 | 09:58
Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, sem Alþingi samþykkti sumarið 2009 að leggja fram varðar hins vegar grundvallaratriði um líf Íslendinga í þessu landi. Hún snertir sjálfstæði Íslands, sem þjóðin barðist fyrir um aldur.Með því er ekki sagt að þeir sem vilja aðild að Evrópusambandinu séu verri Íslendingar heldur en aðrir, heldur einfaldlega að mat þeirra á stöðu Íslands innan Evrópusambandsins sé rangt. Það mun enginn hirða um það hvað 320 þúsund einstaklingar hafa að segja gagnvart 500 milljónum manna, sem nú búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins.Þess vegna er sjálfstæði Íslands í hættu.Þetta snýst hvorki um þjóðrembu eins og stuðningsmenn aðildar hafa tilhneigingu til að halda fram, né tilhneigingu til einangrunar, sem þeir halda líka fram.Þetta snýst um það sjálfstæði, sem við fengum í áföngum á síðustu rúmum 100 árum.
Þetta ritar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á Evrópuvaktinni. Hér er vel mælt og það af manni sem hefur haft einna gleggstu sýn yfir pólitíska atburðarás undanfarinna áratuga.
Allt tal um samning við Evrópusambandið er tóm vitleysa. ESB býður ekki upp á samning heldur eingöngu upp á aðlögun að sambandinu. Þess vegna voru það reginmistök að Alþingi afgreiddi ekki þingsályktunartillöguna um að draga aðildarumsókn Íslands til baka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aðildarsamningur (e.a Treaty) að Evrópusambandinu er niðurstöður samningaviðræðna tveggja aðila. Hvaða lög skal taka upp og hvernig.
Íslendingar taka núna upp 2/3 hluta af lögum í gegnum EES samninginn án þess að hafa nokkur áhrif á þá lagasetningu. Einhverjar athugasemdir er hægt að koma með í upphafi ferlisins, en þær lifa takmarkað í öllu ferlinu innan ESB.
Nánar hérna.
Jón Frímann Jónsson, 19.5.2014 kl. 15:48
Nei, þetta er mikill misskilningur hjá þér, Jón Frímann. Aðlögunarviðræðurnar eru ekki þannig. Þær eru á þann veg að Ísland þarf að taka upp öll lög og reglur ESB og sanna í viðræðunum hvað tekið hefur verið upp og hvernig rest verður tekin upp. Það er ekki svo að Ísland hafi tekið upp 2/3 af Lissabonsáttmálanum, stjórnarskrá ESB. Langt þar í frá.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.5.2014 kl. 16:38
Þetta er rangt. Ísland verður auðvitað að taka upp lög ESB. Það er hinsvegar hægt að semja um lausnir ef þess þarf. Sérstaklega ef eitthvað passar ekki vegna aðstæðna.
Þetta eru 35 kaflar í heildina og Ísland er nú þegar búið að taka upp 2/3 hluta af þeim í gegnum EES samninginn.
Þetta kemur vel fram hérna. Síðan er hægt að finna kafla yfirlitið hérna.
Íslendingar eru meira en hálfnaðir inn í ESB og kunna því ekkert illa. Áhrifaleysið er hinsvegar vandamál en íslendingar hafa engan áhuga á því að leysa það vandamál með því að ganga inn í ESB og verða fullur aðili.
Jón Frímann Jónsson, 19.5.2014 kl. 22:00
Nei, Jón Frímann. Það er ekki hægt að semja sig frá lögum ESB, það kemur glöggt fram í reglum um aðlögunarviðræðurnar. Slíkt myndi ekki heldur ganga, öll ríkin þurfa að vera undir sömu lögum. Svo er langt í frá að Ísland hafi tekið upp Lissabonsáttmálann.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.5.2014 kl. 22:13
Lissabon sáttmálinn eru kerfisbreytingar og stjórnsýslubreytingar hjá ESB. Völd þingsins aukin, þingmönnum fjölgað og fleira í þeim dúr. Ekkert hættulegt þar á ferðinni.
Lissabon sáttmálinn virðist ekki hafa breytt miklu varðandi EES samninginn eins og kemur fram hérna.
Ég hafna því hvergi að ofan að Íslandi þurfi ekki að taka upp lög ESB. Ég segi hérna að ofan að Ísland þurfi að taka upp lög ESB. Þó sé hægt að semja um breytingar ef þörf er á því vegna aðstæðna.
Jón Frímann Jónsson, 19.5.2014 kl. 22:26
Rétt hjá þér, Jón Frímann, gott að spjalla við þig. Hins vegar hefur Styrmir rétt fyrir sér að mínu mati.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.5.2014 kl. 22:29
Það er útbreidd villa, að í viðræðunum sé verið að "semja" (negotiate). ESB sjálft neitar því, að verið sé að semja í aðildarviðræðum, sjá hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/.*
Svo geta ESB-sinnarnir horft hér og hlustað sér til skemmtunar á Stefan Füle, "stækkunarstjóra" (útþenslumála-kommissar) Evrópusambandsins taka Össur á kné sér í Brussel og fræða hann um að ekki sé hægt í neinum aðildarsamningum að víkja lögum ESB að hluta til til hliðar (myndbandið lýgur ekki): fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/.
*- "Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður])
- Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."
Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti á ensku:
Er þetta ekki nokkuð augljóst, góðir lesendur? Snúast "aðildarviðræður" um að búa til samning? Nei, þær gera það ekki, er það ekki dagljóst af þessu plaggi frá Evrópusambandinu? "Inntökuviðræður fókusera á skilyrðin og tímasetninguna á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim." Punktur og basta. Ísland hefði engan varanlegan sér-"samning", ef það gengi í gegnum allt þetta ferli, heldur sameiginlegar skuldbindingar með öðrum Evrópusambandsríkjum, bara með mismunandi tímasetningu á sumum þeirra og hvernig þær komist í effektífa framkvæmd.
Hér yrði því vitaskuld -- það leiðir af ofangreindu -- að innfæra reglur Evrópusambandsins um jafnan rétt annarra ESB-ríkja hér til fiskveiða, sbr. það, sem fram kom í hinu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP(utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), m.a. þetta (auðk. hér, jvj):
Um allt þetta, sem er "ekki umsemjanlegt", má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá, en sjá um þetta einnig ýtarlegri umfjöllun í þessari grein undirritaðs: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
Jón Valur Jensson, 20.5.2014 kl. 03:51
Túlkanir Jóns Vals eru fráleitar. Enda maðurinn lengst úti á hægri kantinum og ekkert mark á honum takandi.
Hvað titil þessa pistils varðar. Þá er sjálfstæði Íslands vissulega í hættu. Þó ekki vegna Evrópusambandsins. Heldur afla innan Íslands sem eru að tæra upp innviði landsins með þjóðrembu og öðrum slíkum hroka.
Jón Frímann Jónsson, 21.5.2014 kl. 02:00
JFJ finnst kannski ekkert mark á orðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins takandi!
Svo hefur hann enga sönnun fyrir fullyrðingum sínum um mig, princíperaðan miðjumanninn.
Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 02:52
Og tekur JVJ í alvöru ekkert mark á orðum Stefans Füle?!
Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 02:53
JFJ átti þetta að vera !!!
Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.