Hvar eru Reykjavík æsku minnar?

Hvernig verða bæir eða borgir til? Sjaldnast gerist það á þann veg að einhver félög eða ofvirkir menn takið það upp af sjálfsdáðum að skipuleggja og byggja hundruð eða þúsunda húsa. Nei, nær alltaf þróast þéttbýli hægt og rólega. Einstaklingar byggja upp, hver á sinn hátt, hús úreldast og önnur eru byggð í staðinn. Þannig verða bæir og borgir til, á þann hátt þróaðist til dæmis miðbærinn í Reykjavík. Þannig varð til fjölbreytni og mannlífið fylgdi eðlilega með.

Nú þykir hins vegar „farsælla“ að skipuleggja allt út í hörgul. Fasteignafélög ætla að skapa upp á sitt eindæmi miðbæjarkjarna og þá er ekkert annað í excelskjalinu en hámarks nýting á lóðum til að hagnaðurinn verði sem mestur. Hér eru ekki Jón og Gunna í dæminu og ekki fyrirtækið þeirra. Nei, allt er teiknað upp og okkur er sagt að svona eigi miðbæjarkjarni að vera og þau hjón verða leigutakar í stóreignafyrirtækjunum.

Farsældin er borin fyrir borð af því að einstaklingarnir sem eiga að nota húsnæðið eru ekki með í ráðum. Hægfara þróun er ýtt til hliðar og skyndabitaþróunin tekur yfir í skipulagsmálum miðbæjar Reykjavíkur. Þar á að byggja risastór fuglabjörg og á milli eru sprungur fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Hraðinn á þessu öllu er svo mikill að útilokað er fyrir mig eða aðra að ganga með barnabörnunum og benda þeim á Reykjavík æsku minnar.

Hvar ertu Reykjavík æsku minnar? Hvað hefur komið í staðinn? Erum við Reykvíkingar sátt við það sem gerst hefur í borginni síðustu áratugi og hvað virðist ætla að koma á næstu árum. Lítið bara á skipulag Samfylgingarinnar og Bjartrar framtíðar, Dags og varaborgarstjórans. Þar er öllu snúið á haus, liðið hefur ekkert lært en heldur áfram að tala endalaust án þess að nokkur maður skilji. En mikið fjandi sem hann Dagur segir það fallega ... 

 


mbl.is Vilja skapa nýjan miðbæjarkjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er varla haegt annad en ad vorkenna Reykvikingum, thegar kemur ad skipulagsmalum midbaejarins. Buid ad girda fyrir allt utsyni medfram Skulagotu med faranlegum hahysum og nu a ad girda gjorsamlega fyrir thad ad haegt se ad sja yfir Reykjavikurhofn, med , eins og siduhofundur segir,: fuglabjorgum. Skil ekki hvad er ad thessu lidi. Helt ad flestir vinstri menn vaeru svona meira fyrir lagreista byggd og huggulegheit, en ekki omurlega steinkumbalda, sem hylja syn til allra atta, af einum fjolfarnasta reit landsins. Storfurdulegt, en hafandi hlustad a thvaeluna sem vellur oskiljanlega upp ur harpruda doksanum, er thetta haett ad koma manni a ovart. Reykvikingar eiga samud mina alla, ad thurfa ad  thola thetta. Oskiljanlegt ad lidid sem stendur fyrir thessu maelist med mest fylgi i borginni fyrir naestu kosningar. Henda flugvellinum, girda fyrir strandlengjuna, allir a hjoli eda straeto, kartoflugard i Althingisreitnum og matjurtagardar a umferdareyjum. Fuglahus a midjum gotum og straetostoppistodavar, sem serhannadar eru til ad aera alla bilstjora og annan othjodaskril, sem vill nota einkabil til sinna ferdalaga innan borgarinnar. Nai thessi sofnudur afrur meirihluta i naestu kosningum, er ekki vid nokkurn annan ad sakast en Reykvikinga sjalfa og ekki meira haegt ad segja um thad en verdi theim tha ad godu, ef su verdur raunin.

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2014 kl. 18:53

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta lið gefur allt í botn með handbremsuna á. Við Strákarnir erum með áætlun um niðurrif á fuglabjörgum klíkunnar. Fátt annað að seigja um þetta rugl.

Eyjólfur Jónsson, 10.5.2014 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband