Ráðherrarnir sem sviku allt, gagnrýna nú skuldaleiðréttinguna

Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna renna á rassgatið þegar þeir fara að tjá sig um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, aðstoðina við heimilin í landinu, verkefnið sem þessir tveir flokkar kunnu ekki að leysa, gátu það ekki eða vildu ekki.

Þó verður að viðurkennast að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrum ráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrum ráðherra, eru bæði trú hugmyndafræði vinstri stjórnarinnar sem þau sátu í. Þar var hin yfirlýsta stefna að tala sem mest um vanda heimilanna en gera sem minnst fyrir þau. Þess vegna finna þau aðgerðum ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar vegna forsendubrestsins í hruninu allt til foráttu. Sársaukinn og öfundin í málflutningi þeirra er eiginlega áþreifanlegur.

Svo óforskömmuð eru þessir stjórnmálamenn að þau sjá engan ljósan punkt í tillögunum, að minnsta kosti eyða þau engum tíma til að fagna því sem vel er gert heldur fordæma allt rétt eins og að smávægilegir gallar séu einkennandi fyrir verkefnið, viljann og tilganginn.

Það er ekki tryggt að þeir sem urðu fyrir forsendubresti fái hann bættan.

Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í morgun, maðurinn sem fékk heil lög kenndi við sig af því að þau tóku rétt sem Hæstiréttur hafði dæmt skuldurum og færði fjármagnsfyrirtækjunum í staðinn. Hann tók bankanna einfaldlega framyfir heimilin í landinu. Það er þjóðarskömm að þessum manni sem talar og talar en að baki liggur engin hugsun.

... og það hefur auðvitað verið okkar nálgun að horfa á greiðsluvandann en ekki eingöngu skuldabyrðina.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem í fjögur ár horfði upp á vandann en gerði ekkert nema illt fyrir heimilin í landinu. Ekki nokkurn skapaðan hlut enda var hún ráðherra í ríkisstjórn sem var meira í ætt við skrifræði en lýðræði, tók beinlínis afstöðu gegn heimilunum. Það er skömm að þessari konu sem ekki frekar en formaður Samfylkingarinnar getur sé neitt jákvætt í aðgerðum sem þau gátu ekki sjálf druslast til að gera og ekki vantaði þá hvatningu þjóðarinnar.

Þegar þjóðin þurfti á aðstoð að halda þá voru Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason víðsfjarri og unnu að verkefnum sem skiptu ekki nokkru máli og jafnvel á þeim vettvangi stóðu þau sig illa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég verð bara að opinbera það hvað ég er ánægð með þessi skrif!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2014 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband