Gáfuðustu Íslendingarnir og þeir dómgreinarlausustu

DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leit að gáfaðasta núlifandi Íslendingnum.

Fjölmargir komust á blað en álitsgjafar blaðsins eru samróma um að frú Vigdís Finnbogadóttir sé gáfuðust okkar allra. Aðrir þekktir Íslendingar sem komust á listann eru Davíð Oddsson, Katrín Jakobsdóttir og Andri Snær Magnason. 

Nú er búið að finna út hverjir eru gáfaðastir Íslendinga. Dv.is slær þessu upp á vef sínum í dag og þykir einstaklega mikill sómi að, sérstaklega ef DV selst meira fyrir vikið. Listinn yfir gáfumennin er þó ekki birtur á vefsíðunni og ekki nennti ég að kaupa mér blaðið, til að skoða listann. Ég er nægilega gáfaður til að láta ekki fallerast fyrir ómerkilegum trixum sem maður hefði ábyggilega fallið fyrir í menntaskóla.

Hins vegar þykist ég vita að allir sem eru á gáfumannalistanum séu þekkt fólk. Þar af leiðandi er þar enginn af vinum mínum, kunningjum og samstarfsmönnum um ævina því „frægðin“ hefur ekki verið þeirra fylginautur. Engu að síður lít ég óskaplega mikið upp til fjölmargra þeirra fyrir gáfur, atgervi og ekki síður manngæsku. Þó er fjarri mér að vilja eða geta raðað þeim upp í gáfnafarsröð. Á því sviði er ég einfaldlega ekki nógu gáfaður.

Hitt er svo annað mál, hverjir láta hafa sig út í þann leik að draga menn í dilka eftir gáfum. Hvernig í ósköpunum er til dæmis hægt að setja mann eins og Andra Snæ Magnason í sæti á eftir Vigdísi Finnbogadóttur? Hver er eiginlega þess umkominn að geta dæmt um gáfur með því að fylgja aðeins yfirborðslegum forsendum og haldið því jafnframt fram að einn sé gáfaðri öðrum.

Einu sinni skrifaði ég grein í Morgunblaðið og nefndist hún „Vitlausasti þingmaðurinn“ og átti þar við samflokksmann minn sem gerði sig sekan um tóma steypu er hann ritaði grein sem hann kallaði „Vitlausasta framkvæmdin“ eða eitthvað í þeim dúr. Maðurinn var þó langt í frá vitlaus, frekar dálítið gáfaður eins og flestir. Þó fannst mér að dómgreind hans væri lítið í snertingu við heilabúið er hann myndaði sér áðurnefnda skoðun og færði ég ágæt rök fyrir því, þó ég segi sjálfur frá.

Þannig er oftast. Engin innistæða er fyrir upphrópunum um heimsku og þar af leiðandi ekki heldur fyrir ofurgáfum. Því fer fjarri að Vigdís Finnbogadóttir sé „gáfuðust“ Íslendinga og Andri Snær Magnason sá „næstgáfaðasti“. Svona uppáhaldslistar eru einfaldlega marklausir og barnalegir.

Hitt er þó til umhugsunar hvort að þessir „álitsgjafar blaðsins“ í þessari umfjöllun fái ekki sæmdarheitið „dómgreindarlausustu“ Íslendingarnir:

 

  • Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður
  • Bjarni Eiríksson ljósmyndari
  • Einar Lövdahl, ritstjóri Stúdentablaðsins
  • Elmar Garðarsson stjórnmálafræðingur
  • Guðríður Haraldsdóttir, ritstjóri Vikunnar
  • Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, formaður meistaranema við stjórnmálafræðideild HÍ
  • Guðfinnur Sigurvinsson sjónvarpsmaður
  • Halldór Högurður þjóðfélagsrýnir
  • Helga Dís Björgúlfsdóttir blaðakona
  • Hilda Jana sjónvarpskona
  • Jóhann Einarsson, formaður Vélarinnar
  • Malín Brand blaðamaður
  • Margrét H. Þóroddsdóttir, stud.jur., formaður Lögréttu
  • Una Björg Einarsdóttir, MA í mannauðsstjórnun 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í fyrsta lagi held ég að það sé ekki hægt að dæma í svona málum. Og með fullri virðingu fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, þá er það mín skoðun að ef hún er "gáfuðust" af öllum íslendingum, þá hefur svona frekar lækkað stadusinn á gáfum okkar. Segi nú bara ekki meira. Þekki fullt af velgefnu fólki, en myndi aldrei treysta mér til að dæma hvert þeirra væri gáfaðast, og svo má spyrja HVAÐ ERU GÁFUR?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 12:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líklega þær sem túlkaðar eru í “A beautiful mind”......

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2014 kl. 12:26

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það þyrfti helst að senda alla í greindarvísitölupróf.

Hverjir ná yfir 200stigum?

Síðan mætti velta því upp hverjum fólk myndi treysta til að leiða landsstjórnina í dag?

https://www.youtube.com/watch?v=oov02Y8qzSw&feature=player_embedded

Jón Þórhallsson, 26.3.2014 kl. 13:16

4 Smámynd: Elle_

Er ekki DV bara dómgreindarlausasta kjaftablaðið?  Og með grunnhyggnasta fólkið vinnandi þar?  Pistillinn lýsir þessu annars vel. 

Elle_, 26.3.2014 kl. 14:02

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þessar hugleiðingar, Sigurður.

Eins og menn vita komst Sókrates að því að hann væri vitrasti maður Aþenu (líkt og véfréttin í Delfí hafði sagt) vegna þess að ólíkt þeim sem töldu sig vitra vissi hann að hann vissi ekki neitt. Oscar Wilde snýr þessu upp í grín í The Importance of Being Earnest. Lady Bracknell spyr manninn sem vill giftast dóttur hennar:

"I have always been of opinion that a man who desires to get married should know either everything or nothing. Which do you know?"

Hann svarar eftir nokkurt hik: "I know nothing, Lady Bracknell."

Lady Bracknell segir: "I am pleased to hear it. I do not approve of anything that tampers with natural ignorance. Ignorance is like a delicate exotic fruit; touch it and the bloom is gone. The whole theory of modern education is radically unsound. Fortunately in England, at any rate, education produces no effect whatsoever. If it did, it would prove a serious danger to the upper classes, and probably lead to acts of violence in Grosvenor Square."

Verk Oscars Wilde eru sólargeislar í steypunni.

Titillinn „Vitlausasti þingmaðurinn" er bráðsmellinn!

Wilhelm Emilsson, 26.3.2014 kl. 16:15

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Ásthildur. Já, hvað eru gáfur. Líklegast eru þær ofmetnar að mörgu leyti eða er til dæmis einhver tengin á milli gáfna og skynsemi? Stundum virðist hana vanta þó það geti í sjálfu sér virst vera þversögn.

Gaman að rifja upp Ocar Wilde. Verð að viðurkenna að mér þótti The importance of Being Earnest ekkert skemmtileg í gamla daga, má vera að ég hafi ekki hana ekki nógu vel. Tilvitnunin er þó skemmtileg, sérstaklega þetta með menntunina sem gæti leitt til: „...a serious danger to the upper classes, and probably lead to acts of violence in Grosvenor Square.“

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.3.2014 kl. 16:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, ég hef hitt fólk sem er bara með barnaskólapróf, en það leikur allt í höndunum á þeim. Ég hef líka hitt sprenglært fólk, sem hefur tekið hæstu próf, en er varla talandi eða getur gert sig skiljanlegt. Og svo allt þarna á milli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 17:42

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað er gáfa/gáfur?

Er það ekki eitthvað sem hverjum og einum er gefið með sér í jarðvistina? Svona meðfæddir hæfileikar á ólíkum sviðum?

Er hægt að læra meðfæddar gáfugjafir á ólíkum hæfileikasviðum? Ég hef alltaf trúað að það væri ekki hægt. Heldur væri einungis hægt að styrkja sig í meðfæddri gjöf/gjöfum.

En ég er nú bara heimsk, svo það er ekki von til að ég skilji svona gáfnapróf heimsveldisfjölmiðilsins DV. Ég er mjög sátt við minn heimsksýn-stimpil :).

Það geta ekki allir verið: "já-vitringar á Austurvelli".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.3.2014 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband