Eftirspurn eftir dýrri gistingu og ferðum
24.3.2014 | 09:18
Dæmi eru um að íbúðir miðsvæðis í Reykjavík séu leigðar til erlendra ferðamanna fyrir vel á aðra milljón króna á mánuði.
Hverjar geta nú verið tekjurnar af einu hótelherbergi á mánuði? Ekki er óalgengt að herbergi betri hótelum borgarinnar kosti um 200 Evrur nóttin. Það þýðir tæplega 32.000 íslenskar krónur, miðað við að gengið sé 158 krónur, og tekjurnar af hótelherberginu einu saman því tæp ein milljón króna, 948.000 krónur.
Allar tölur þurfa að vera í skiljanlegu samhengi annars eru þær gangslausar til upplýsingar. Þó íbúð sé leigð út á eina og hálfa milljón krónur á mánuði þarf það ekkert að vera nein goðgá. Fleiri rúmast til dæmis í íbúð þannig að meðalverðið á mann verður oft miklu lægra en jafnvel hótelherbergi kostar. Eftirspurn er grundvöllur verðlagningar.
Svo er það alþekkt í ferðaþjónustunni út um allan heim að verð eru mismunandi og þykir engum merkilegt. Fimm stjörnu hótel eru dýrari en farfuglaheimili vegna þess að markhópurinn er annar. Í mörgum borgum í Evrópu og víðar um heim kostar nóttin á stöku hótelum jafnvel eina milljón króna, jafnvel meira. Nýtingin á þessum hótelum er nærri 100% á ári ... sem sagt næg eftirspurn.
Þannig hótel eru ekki á Íslandi. Allir vita að eftirspurn er eftir dýrum hótelum er fyrir hendi og skorturinn á þeim hefur takmarkandi áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að hún geti ágætlega lifið með því. Vandinn er þó sá að tekjur af massaferðamennsku er miklu minni en af betur stæðum ferðamönnum svo gripið sé til frasa.
Ég er ekki að setja út á Morgunblaðið en næst ætti það að kanna hvað kostar að fara í nokkrar ferðir sem erlendum ferðamönnum bjóðast. Ekki fara í Kynnisferðir eða hópferðabílaleigurnar. Ekki fara í massaferðaþjónustuna. Lítið frekar til þeirra sem eru að bjóða verulega góðar ferðir í lúxusbílum, þyrlum og bjóða um leið upp á frábærar veitingar. Þessar ferðir eru ekki ódýrar ... og ég er ansi hræddur um að þá munu einhverjir reka upp stór augu og óðar gleyma útleiguverðinu á íbúðum á Stjörnubíó-reitnum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að það er eitt að bjóða ferðamanni gistingu og ferð í rútu á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og annað er að bjóða ferðamanni lúxusgistingu og lúxusbíl, jafnvel þó farið sé á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Hvort tveggja er til. Svo er það allt annað mál hvort Skúli Eggert viti af þessu.
Leigan á aðra milljón á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gullgrafaraæði í þessu sem öðru er okkur ekki til framdráttar.
Sigurður Haraldsson, 24.3.2014 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.