Var Vaðlaheiði sprengd í loft upp ...?

Líklega er það merki um elli og smámunasemi að gera athugasemdir við málfar í fjölmiðlum. Ég þurfti að lesa fyrirsögnina á frétt mbl.is tvisvar sinnum til að átta mig á því að enginn hefði sprent Vaðlaheiði í loft upp heldur væru sprengingar hafnar í göngunum sem verið er að gera í gegnum heiðina.

Já, smámunasemi, kunna eihverjir að segja. Ég hef alla tíð notað Excel mikið í störfum mínum og í slíkum töflureikni skiptir miklu að formúlur séu rétt ritaðar til að útkoman skili sér eðlilega. Enginn heldur því til dæmis fram að það sé smámunasemi að sleppa því að loka sviga. Þá er verður útkoman einfaldlega röng eða forritið getur ekki reiknað dæmið og gerir athugasemdir.

Sama er oftast auðvitað með tungumálið. Fólk er þó ekki eins smámunasamt og Excel forritið og lætur gott heita ef hægt er að skilja það sem sagt er. 

 


mbl.is Vaðlaheiði sprengd á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband