Stórhættuleg íþrótt?
23.3.2014 | 12:10
Margir virðast varla halda vatni af hrifningu yfir afrekum og manngæðum Gunnars Nelson. Eflaust fínn náungi en það sem hann er að gera orkar tvímælis.Ég leyfði mér að leita upplýsinga um MMA og það sem hefur gerst nýlega í þessari svokölluðu "íþrótt". Ég horfði meðal annars á myndband af viðureign Gunnars og af annarri viðureign rúmri viku áður í Suður Afríku.Gunnar Nelson notaði meðal annars aðferð á sinn rússneska andstæðing sem er leyfileg í þeirri "deild" sem hann keppir í, að slá í höfuð liggjandi manns með olnbogunum.Það orsakaði greinilega blæðandi sár og skömmu síðar gafst andstæðingur Gunnars upp.Í annarri MMA-viðureign 27. febrúar sl. þá notaði keppandi í Suður Afríku sömu aðferð á sinn andstæðing. Sá sem fékk "olnbogaskotin" lést vegna afleiðinga heilablæðingar skömmu seinna. Um það má lesa víða á netinu en einhvern vegin var frekar hljótt um það í fréttum á Íslandi.Nú spyr ég ykkur öll sem hafið lýst hrifningu með "afrek" Gunnars Nelson. Hefði afstaða ykkar verið önnur ef hinn rússneski andstæðingur Gunnars hefði látist eftir slaginn?Ef einhver trúir mér ekki varðandi líkindin millli þessara viðureigna þá er ekki erfitt að finna hreyfmyndir af þeim báðum. Mér dettur ekki í hug að setja hér inn hlekki á óviðurkvæmilegt efni.
Úr pistli Björns Geirs Leifssonar, læknis (greinskil og feitletrun eru mínar). Ég þekki ekki þessa íþrótt sem Gunnar Nelson stundar en ég þekki Björn Geir Leifsson, lækni, og veit að hann fer með rétt mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.