Guđmundur Hallvarđsson, fararstjóri
21.3.2014 | 09:32
Í gegnum lífiđ kynnist mađur eins og gengur fjölda fólks. Einstaka er eftirminnilegt af ýmsum ástćđum, merkilegum eđa af einföldum atvikum. Ég sé í Morgunblađi dagsins ađ Guđmundur Jóhann Hallvarđsson er látinn. Hann var tónlistarkennari og tók ađ sér fararstjórn fyrir Ferđafélag Íslands, sérstaklega á Hornströndum.
Á ferđum mínum međ hópa um Hornstrandir hitti ég Guđmund nokkrum sinnum. Hann var nokkuđ stór mađur, feitlaginn og dálítiđ luralegur en gaf af sér góđan ţokka og var viđrćđugóđur ţó svo ađ hann vćri ekki beinlínis ađ trana sér fram. Ekki fór hjá ţví ađ mađur heyrđi sögur af honum sem fararstjóra og voru ţćr allar á einn veg, hann vćri stórskemmtilegur mađur og eiginlega átrúnađargođ ţeirra sem fariđ hafa í ferđ međ honum.
Svo gerđist ţađ einhvern tímann ađ ég hitti Guđmund eina kvöldstund um miđjan tíunda áratug síđustu aldar, held ađ ţađ hafi veriđ í Landmannalaugum frekar en á Hornströndum, er ţó ekki viss. Ţá dró hann upp gítarinn og stillti hann og lék Recuerdos De La Alhambra af slíkri list ađ hver konsert gítarleikari hefđi veriđ fullsćmdur af. Ţađ var ţá ađ ég fékk ađ vita ađ Guđmundur vćri tónlistarkennari en ekki einhver gutlari. Ţetta gjörbreytti áliti mínu á manninum og ég fór ađ leggja eyrun eftir ţví sem fólk sagđi um hann og ţćr sögur voru allar á eina leiđ. Hann var ekki bara afbragđs fararstjóri heldur hreinlega uppistandari af guđs náđ.
Ég kynntist Guđmundi aldrei neitt meira en ađ taka hann tali er viđ hittumst á förnum vegi á Hornströndum eđa annars stađar. Fannst hann ekki gefa mikiđ af sér viđ slíka viđkynningu en ţađ gat helgast af ţví ađ ég var í nokkur ár fararstjóri fyrir Útivist og hann fyrir Ferđafélagiđ. Stundum ţurfti ekki meira til.
Hér fer ekki illa á ađ enda ţessi orđ á broti úr minningargrein í Morgunblađinu eftir gamlan kunningja minn, Eirík Ţormóđsson og fleiri. Í ţví segir svo skemmtilega af Guđmundi:
Ýmislegt gerir ferđir međ Guđmundi minnisstćđar. Hann hafđi ekki ofurtrú á hjálpartćkjum nútímans til ađ finna kórréttu leiđina, áttavitinn var honum stundum til annars brúklegur en ađ rata veginn, krókurinn ţótti honum ekki endilega betri en keldan. Og svörin viđ spurningum samferđamannanna gátu veriđ mjög óvćnt. En ţar kom fram sá eiginleiki Guđmundar sem hvergi naut sín betur en á Hornströndum, skopskyn sem aldrei var djúpt á. Og ekki dró ţađ úr ferđagleđinni ţegar í hús var komiđ ađ kvöldi dags, og lúi og ţćgileg ţreyta í kroppi ferđalanga, ađ Guđmundur dró fram gítarinn og söng vísur, sumar allmergjađar. Síđan lék hann svo hugljúf klassísk verk, sem gott var ađ hafa í veganesti inn í svefninn.
Skemmtilegur ţáttur í fari Guđmundar var sannfćringarmáttur hans sem gat veriđ međ ólíkindum. Sem dćmi um ţađ má nefna ađ ţegar hópar komu til Hlöđuvíkur benti hann á ađ enginn friđur yrđi ţar fyrr en búiđ vćri ađ hella koníakstári í drauginn Indriđa, trédrumb viđ ađalinngang hússins. Litlu munađi oft ađ menn tryđi ţessu!
Myndin er af Búđum í Hlöđuvík og Skálakambur fyrir ofan. Guđmundur átti ţangađ ćttir ađ rekja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2014 kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni hef ég orđiđ vör viđ Indriđa draug. Ţá var ég 16 ára á göngu međ fjölskyldu og vinum frá Horni í Fljótavík/Ađalvík. Ţađ mun vera eina svefnlausa nóttin sem ég hef átt á Hornströndum, og eru ţćr ţó orđnar allmargar gistinćturnar ţar.
Sigríđur Jósefsdóttir, 21.3.2014 kl. 16:27
Alveg hefur hann látiđ mig í friđi, hef ţó oft gist í Hlöđuvík.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 21.3.2014 kl. 16:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.