Að breyttu breytanda og öllu samanlögðu

Ég sem andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið gæti við venjulegar, hlutlausar óbundnar aðstæður að sjálfsögðu hugsað mér að greiða atkvæði með því að hætta viðræðum um það að fara í burtu frá því. Það væri efnislega sú niðurstaða sem félli að mínum skoðunum um að það sé að breyttu breytanda og að öllu samanlögðu væntanlega ekki hagstætt fyrir Ísland að gerast aðili að því. Það er algjörlega óbreytt skoðun mín, hefur lengi verið og þarf sennilega heilmikið til að hún breytist. ...

Hér er brýnt að spyrja um tvennt. Sá sem veit rétta svarið fær verðlaun, hugsanlega eitthvað eina árbók Ferðafélags Íslands eftir Hjörleif Guttormsson. Hann var í Vinstri grænum en enginn, ekki nokkur maður, efast um afstöðu hans til ESB:

  • Hver sagði ofangreint? Veljið einn af neðangreindum kostum:
  1. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
  2. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra
  3. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG
  4. Steingrímur J. Sigfússon, framsóknarmaður 
  • Sé einungis litið á ofangreinda tilvitnun, hver er skoðun mannsins? Veljið að minnsta kosti fjóra af neðangreindum kostum:
  1. Hann er sammála aðild að ESB við venjulegar, hlutlausar óbundnar aðstæður!
  2. Hann er fylgjandi aðild að ESB en samt ekki nema að öllu samanlögðu verði það hagstætt fyrir Ísland að gerast aðili sem hann er þó sammála um!
  3. Hann er sammála aðlögunarviðræðum við ESB jafnvel þó það sé óbreytt skoðun hans og hefur verið lengi og þarf sennilega heilmikið til að hún breytist!
  4. Hann vill á að sjá hvað hægt er að semja við ESB áður en hann segist vera fylgjandi aðild jafnvel þó samningur fylgi ekki aðlögunarviðræðunum!
Rétt svar skal birt í athugasemdum hér fyrir neðan og því þarf að fylgja orðrétt hvað sá sem sagði ofangreint í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins fyrir þingkosningarnar 2009.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband