Notkun hormóna og lyfja er lítil í íslenskum landbúnaði
17.3.2014 | 09:24
Rétt er að ítreka að aðstæður á Íslandi til búvöruframleiðslu eru að mörgu leyti einstakar. Landrými er mikið, gnægð af vatni og fáir sjúkdómar landlægir ef miðað er við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Notkun hormóna er bönnuð og lyfjanotkun afar lítil. Fram kemur í nýrri skýrslu frá Lyfjastofnun Evrópu að sýklalyfjanotkun í dýrum hérlendis er sú næstminnsta í Evrópu. Aðeins Noregur er neðar. Þar sem notkunin er mest er hún 65-föld miðað við Ísland. Að þessu öllu þurfum við að gæta því ef þessari stöðu verður spillt er engin leið til baka.
Við sem höfum áhyggjur af náttúru og umhverfi á Íslandi tölum oft um að ýmis mannanna verk séu óafturkræf, það er að engin leið er að bæta úr mistökum síðar meir.
Raunar má fullyrða að svo sé í landbúnaði líka. Oft er talað um fæðuöryggi sem á sérstaklega við um að þjóðin geti brauðfætt sig þó illa ári í landbúnaði í öðrum löndum.
Ofangreind tilvitnun er úr grein Gunnars Braga sveinssonar, undanríkisráðherra, í Morgunblaðið dagsins. Þar fjallar hann um tollvernd og mikilvægi hennar fyrir íslenskan landbúnaða. Verndin jafnar aðstöðumun erlendra og innlendra framleiðenda.
Hinu má fólk ekki gleyma sem krefst óhindraðs innflutnings erlendra landbúnaðarafurða að það sem framleitt er hér innanlands er almennt trygg vara eins og fram kemur í máli ráðherrans.
Skiptir það annars ekki máli að hér á landi eru gerðar ítarlegri og meiri kröfur gegn notkun lyfja og hormóna í landbúnaðarframleiðslu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.