Fær slitastjórn Glitnis fær ekki bætur vegna eigin klúðurs?
17.3.2014 | 09:15
Það sem er athyglisvert við þennan dóm Hæstaréttar er að Tryggingamiðstöðin þarf ekki að bæta tjón, sem varð fyrir bankahrun en kom ekki í ljós fyrr en síðar, vegna þess að slitastjórn Glitnis endurnýjaði ekki trygginguna og keypti aðra tryggingu í staðinn. Við þetta féll niður vátryggingavernd Tryggingamiðstöðvarinnar með þeim hugsanlegu afleiðingum að sækja þarf tjónið á fyrrverandi stjórnendur bankans persónulega.
Þetta er nokkuð athyglisverð fullyrðing sem kemur fram í grein Hauks Arnar Birgissona, lögmanns, í grein í Morgunblaði dagsins. Með öðrum orðum, slitastjórn Kaupþings tapaði tryggingamáli vegna þess að hún endurnýjaði ekki stjórnendatryggingu á árinu 2009 og hætti viðskiptum við Tryggingamiðstöðina og skipti eftir það við erlent tryggingafélag.
Grundvallaratriðið í þessu máli, sem snýst um verulegt tap fyrir slitastjórn Glitnis, er þetta, með orðum Hauks Arnars:
Til einföldunar má því segja að allt tjón sem stjórnendur bankans ollu á meðan þeir stýrðu bankanum (fyrir hrun) þurfi að tilkynna fyrir 1. maí 2015. Að öðrum kosti bætir tryggingin ekki tjónið.
Um þetta er ekki deilt heldur virðist sem að slitastjórnin hafi klúðrað málum með því að kaupa nýja stjórnendatryggingu. Eftir það varð ekki aftur snúið og skaðinn algjörlega vegna mistaka slitastjórnarinnar.
Auðvitað gera menn mistök í rekstri banka, jafnvel gerst sumir sekir um glæpasamleg verk, en að slitastjórn sé ekki betur að sér í málunum en þetta. Tja ... það er alla vega frétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.