Gróa á Leiti og þjófsnautur
12.3.2014 | 07:45
Egill Helgason sem þekktur er sem umræðustjóri í Ríkisútvarpinu, fyrrum blaðamaður og afkastamikill bloggari er flokksbundinn í Samfylkingunni og er harður andstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Hann reynir yfirleitt að koma Sjálfstæðisflokknum í vanda og hefur meðal annars birt sögur sem hann getur engan veginn vitað hvort eru sannar og hann fer oft með rangt mál.
Í Staksteinum Morgunblaðs dagsins segir á þessa leið:
Egill gætir sín ekki á að frétt verður aldrei betri en heimildin.
Staksteinar hafa það eftir heimild sem þeir telja áreiðanlega að Davíð Oddsson hafi aldrei dvalið næturlangt á Þingvöllum síðan hann skilaði lyklum að húsum þar fyrir tæpum 10 árum. Ekki hjá Halldóri, ekki hjá Geir, ekki (sem kom staksteinum mest á óvart) hjá Jóhönnu og ekki hjá Sigmundi Davíð.
Þau Ástríður eiga sjálf sumarbústað austan við Þjórsá og fleiri ár og þar hefur Halldór ekki dvalið næturlangt, ekki Geir, ekki (sem kom staksteinum mest á óvart)Jóhanna og ekki Sigmundur Davíð. Síðast mun sá gamli hafa dvalið sem gestur næturlangt á Þingvöllum hjá Þorsteini Páls árið 1987.
Gengu þeirra samsærisviðræður þá út á það að kíkja í pakkann?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Gróa aá lleit....á væntanlega að standa í fyriraögn.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 08:09
Þakka þér fyrir Jón Steinar. Fljótfærnin er of mikil ... raunar hjá okkur báðum ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.3.2014 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.