Einar Kr. Guðfinnsson er og verður góður forseti

Þeir sem þekkja Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, vita að hann er drengur góður og ber virðingu Alþingis sér fyrir brjósti. Hann myndi aldrei ganga vísvitandi á lýðræðislegan rétt samþingmanna sinna eða annarra.

Það kemur því ekki á óvart að hann hafi reynst mannasættir á þingi og fengið stríðandi aðila til að samþykkja málamiðlun.

Þetta kostaði engu að síður óþarfa læti og hávaða, miklar ásakanir og afsökunarbeiðni og ekki síst að þeir sem verst létu skruppu að lokum inn í háheilagt hlutverk sem alls ekki hæfð. Engu líkar sumir þingmenn væru eins og hann séra Sigvaldi svo krossuðu þeir sig ótt og títt í bak og fyrir í fláræðinu.

Ég myndi hvetja Einar til að sækja um annað forsetaembætti innan þriggja ára. 


mbl.is Samkomulag um framhald málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það verða engar sættir fyrr en þetta frumvarp utanríkisráðherra verður sent út í hafsauga.  - Síðan er best að Gunnar Bragi verði kallaður úr leyfinu frá Sólheimum í Grímsnesi.

Óskar, 27.2.2014 kl. 16:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

En Óskar minn, ekki hélt ég að þú styddir inngöngu í Evrópusambandið. Sé svo þá bregðast nú krosstré ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2014 kl. 16:22

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef esb umsóknin fær að fylgja með frumvarpinu út á hafsauga þá verð ég sáttur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.2.2014 kl. 16:36

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hef áður sagt og segi enn að þessi aðildarumsókn á heima á ruslahaug sögunnar...

Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2014 kl. 16:56

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ár síðan kosið var og fólkinu sem lagði allan sinn mátt í að koma okkur inn í Evrópusambandið var hafnað og nítt fólk sem vitað var að vill ekki ganga í þetta vandræða samband var fengin stjórn landsins.

Svo brjótast stjórnarandstöðuliðar hver um annan þveran, æpandi, bendandi og patandi, haldandi því fram að þjóðin vilji ekki hafa nú verandi stjórn og að hún vilji kíkja í pakkann. 

Því lík heimska, það er nefnilega ekki í neinn pakka að kíkja fyrr en búið er að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu og það er nokkuð langsótt fyrir þjóð sem vill ekki í Evrópusambandið. 

Það er raunar til miklu einfaldari og skilvirkari i leið sem er að lesa reglur Evrópusambandsins varðandi þetta mál, en það vilja þeir sem lofuðu Evrópu sambandi á hálfu öðru ári og glæstri framtíð ef við borguðum Icesave, annars yrðum við Kúpa norðursins, sem og allt sem mögulega gat verið verra.

Þarna er nóg af frussum, en það vantar verulega á ærlegheitin.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2014 kl. 17:34

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Baráttan hefur tekið heilmikið á,bæði áhorfendur sem þáttakendur. Hrólfur það er margbúið að núa blaðinu með reglum ESB.framan í ESb,sinna,þeir vita þetta vel. En þeirra taktík er að laga allt eftir sinni þráhyggju,greina og túlka töluð orð ráðherra eins og hentar þeim best. Þeir geta þá notað sína túlkun sem er oft kolröng,til að æsa fólk upp í hávaða mótmæli,með það í huga að veikja varnir íslands gegn stórveldisdraumalandinu sínu,sem væri auðvitað best að þeir flyttu til. Við kláruðum okkur betur án þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband