Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Góður samanburður á náttúru landins hjá Mogganum
23.2.2014 | 16:50
Ok hefur aldrei þótt merkilegur jökull. Hann hefur löngum verið lítill og meira skafl en nokkurt annað. Viðmiðun vísindamanna er samt önnur og samkvæmt skilgreiningunni vantar ekkert annað en að gefa út dánarvottorðið fyrir Okjökul.
Enginn skyldi þó fella tár yfir örlögum hans. Ævi jökla er sem trölla, talin í hundruðum ára, jafnvel þúsundum. Og þeir koma og fara án þess að menn hafi getað greint hreyfingu þeirra - fyrr en núna. Í stað jökulsins birtist nú þessi gríðarlegi gígur, sem flestir vissu nú af.
Morgunblaðið gerir vel í að birta svona náttúrufréttir og nýta til þess efni frá hinu ágæta fyrirtæki Loftmyndir og má óska báðum aðilum til hamingju með þessar renningamyndir.
Vonandi verður meira af fréttaflutningi Moggans af þróun landsins. Fyrir þá sem áhuga hafa skal bent á heimasíðu Loftmynda. Þar má finna margar skemmtilegar loftmyndir af landinu.
Okjökull er að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 24
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 1647012
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú getur þáttaröðin á History channel sagt að það sé greinilegt mannsandlit á Íslandi sem sýi að þar hafi að minnsta kosti einhvern tímann verið líf og geimverur !
Þarna á myndinni má greina andlit ;)
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 19:31
Já, það er rétt. Kallinn í tunglinu er þar ennþá en frændi hans í Okinu er fluttur, að minnsta kosti horfinn úr glugganum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2014 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.