Benedikt Jóhannesson er -fúll á móti-
23.2.2014 | 12:47
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri, stóð sig afar illa í umræðuþætti Sigurjóns Egilssonar, Á Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Ekki aðeins fór hann með rangt mál heldur hélt hann uppteknum hætti og barði miskunnarlaus á eigin flokki fyrir það eitt að sú stefna sem hann aðhyllist fékk hvorki hljómgrunn á síðasta landsfundi, við stjórnarmyndunarviðræðurnar né enn þann dag í dag.
Benedikt er ESB sinni og fulltrúi þeirra 10-15% Sjálfstæðismanna sem vilja inngöngu í ESB. Hann verður alltaf fúll eftir landsfundi enda erum við langflestir Sjálfstæðismenn á mót inngöngu. Og nú finnst honum allt ómögulegt við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurin gerir ekkert rétt, kann ekkert og veit ekkert. Benni er einfaldlega fúll á móti og lemur í allar áttir.
Sá óvinafagnaður sem Benedikt efnir til er fagnaðarefni andstæðinga Sjálfstæðisflokksins og vitnað er í hann sem djúphugsandi spekings sem hinir heimsku Sjálfstæðismenn höfnuðu. Þetta er þó alrangt, með þeirri undantekningu að Benedikt er fróður maður, vel menntaður og spakur að öllu leiti.
Flokkurinn hefur hins vegar ekki hafnað honum, ekki frekar hann hefur hafnað mér. Benni á ekki upp á pallborið í flokknum með ESB, ekki frekar en ég með áherslur mínar í umhverfis- og náttúruverndarmálum.
Ástæða fyrir fylgistapi Sjálfstæðisflokksins frá hruni byggjast þó ekki á afstöðunni til ESB. Þar kemur allt annað til eins og ég hef rakið í fjölmörgum pistlum á þessari bloggsíðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.