Jón Gnarr og styttur borgarinnar

Jón Gnarr hefur ávallt mátt vera að því að vera borgarstjóri. Hitt er svo annað hvort hann hafi sinnt þeim störfum sem verklýsing embættisins segir eða breytti hann henni.

Stöku sinnum hefur hann þurft að skreppa til útlandsins. Eitt skipti var hann í þeim tilgangi að frumsýna heimildarmynd um sjálfan sig í New York. Almenningur í borginni mun hafa tekið Jóni mjög vel og ekki síður mynd hans. Nú komur upp úr kafinu að hann hefur láti semja sögu sína að hætti stórkonunga og heldur hann í vor til sömu borgar og gefur hana út á bók. Og lýðurinn um fagna.

Brátt lýkur starfskynningu Jóns sem borgarstjóra. Víst er að margir munu koma til með að sakna hans, svona rétt eins og ef styttur borgarinnar hyrfu af stalli sínum. Jón telur sér til tekna að hafa breytt embætti borgarstjórans. Næsti borgarstjóri mun ábyggilega reyna að vinna fyrir laununum sínum og leggja minna úr heimildarmyndagerð og bókaútgáfu.


mbl.is Jón Gnarr skrifar bók um ferilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Jon who?

Hvumpinn, 20.2.2014 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband