Hvar er þessi Kolbeinsdalur?

Kolbeinsdalur2

Vita allir hvar Kolbeinsdalur er? Líklega gengur blaðamaður Morgunblaðsins út frá því sem vísu að svo sé en hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér.

Landafræðiþekking fólks er mismunandi. Ein af grundvallarreglum í blaðamennsku er að skrifa þannig að sem flestir skilji og afar mikilvægt er að segja frá vettvangi fréttar. 

Kolbeinsdalur er í Skagafirði austanverðum, norðan við Hjaltadal þar sem hinir fornfrægu Hólar eru. Og norðan við Kolbeinsdal er Deildardalur. 

Ekki tók mikið á að skrifa þessi tuttugu orð sem upplýsa eiginlega allt sem þarf. Nú, svo er alltaf gott að birta lítið kort. Kortið sem ég birti hér er fengið hjá Landmælingum Íslands og ég sett inn á það nöfn fjarðarins, þriggja dala og næsta þéttbýlis.

Nú ættu allir að vita hvar Kolbeinsdalur og Deildardalur eru. Þetta tók mig tvær mínútur. Fyrst ég get gert þetta hlýtur Mogginn að geta þetta og örugglega miklu betur. Allir geta gefið út einhvers konar fjölmiðil, en fyrir hvern er það gert, lesandann eða einhvern annan?


mbl.is Geitur á ótroðnum slóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð athugasemd og framtak.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2014 kl. 16:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kærar þakkir fyrir góðar upplýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2014 kl. 19:10

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Upplýsingar af þessum toga, hljóta að lúta regluverki persónuverndar. Var ekki nógu nærri Kolbeini gengið með nafnbirtingunni? Bar ekki bara blessuðum Mogganum að virða friðhelgi einkalífs Kolbeins og dalsins hans?

Þorkell Guðnason, 27.1.2014 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband