Kántrýbær er glæsilegur veitingastaður
23.1.2014 | 21:48
Stundum er flumbrugangurinn svo mikill að blaðamenn nenna ekki að lesa yfir það sem þeir skrifa og enginn annar sinnir prófarkalestri. Þetta er miður.
Til að eyða öllum misskilningi þá annast Kántrýbær ekki matargerð fyrir skólabörn í Skagafirði, eins og segir í fréttinni, heldur á Skagaströnd (þetta hefur nú verið leiðrétt í fréttinni). Sammerkt eiga þó ströndin og fjörðurinn að vera kennd við sama Skagann. Það veldur hins vegar oft misskilningi sem er óþarfur. Til dæmis ruglast fáir á Akranesi og Akureyri og eru báðir staðirnir kenndir við akur, einn eða fleiri. Hvað þá að hægt sé að ruglast á Höfn og Hafnarfirði, Snæfelli og Snjófelli eða Arnarfirði og Dýrafirði ... svo dæmi séu tekin.
Síðan er vert að bæta því við að Kántrýbær er geysilega vel rekinn staður. Gunnar Halldórsson og Svenný Hallbjörnsdóttir hafa undanfarin ár rekið mjög vandaðan veitingastað sem býður upp á geysilega góðan matseðil, þjónustað viðskiptavini af mikilli natni og alúð. Þess vegna er Kántrýbær afskaplega vinsæll hjá heimamönnum og ferðamönnum fer stöðugt fjölgandi.
Þarna eru því miklir möguleikar fyrir þá sem vilja hasla sér völl í ferðaþjónustu og það á landsvæði sem vekur sífellt meiri athygli. Það sem enn vantar er hótel og þegar það kemur munu vinsældir Skagastrandar aukast að miklum mun.
Kántrýbær til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2014 kl. 01:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.