Slapp hún með því að verða ólétt eða ...

Þessi fyrirsögn getur valdið misskilningi vegna þess að hún er ekki rétt. Fyrirsögnin þarf að segja rétta sögu. Hún er ekki á þá leið að kona hafi sloppið en orðið ólétt fyrir vikið rétt eins og að hún hafi sloppið lítið slösuð eða með reykeitrun. Óléttan og eldurinn tengist ekki.

Rétt hugsun veltur yfirleitt á orðaröðuninni. Berum þetta saman:

 

  • Slapp ólétt úr úr brennandi íbúð 
  • Ólétt kona slapp úr eldsvoða

 

Mér finnst seinni setningin betri, hún er styttri og segir rétt frá.

Ef fyrri setningin væri rétt mætti allt eins spyrja hvort útgangan hafi fengist með því skilyrði að konan væri gerð ólétt. Það væri nú aldeilis saga til næsta bæjar.


mbl.is Slapp ólétt út úr brennandi íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband