Ţarf menningarstarf ađ vera á vegum sveitarfélaga?
9.1.2014 | 20:45
Ţađ hafa aftur á móti veriđ skrifađar heilar bćkur í Háskólanum hvernig megi skýra ţađ út af hverju t.d. í sveitarfélögum međ enga menningarstarfssemi séu íbúar ánćgđari međ menningarstarfsemi sveitarfélagsins en í Reykjavík.
Ţetta segir Dagur B. Eggertsson, formađur borgarráđs og leiđtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn í viđtali viđ visir.is. Umrćđuefniđ er sú stađreynd ađ Capacent mćlir í skođanakönnunum mikla óánćgju međ ţjónustu borgarinnar viđ almenning.
Ţetta viđhorf Dags er í ćtt viđ ţađ sem Jóhanna Sigurđardóttir, fyrrum forsćtisráđherra, og Steingrímur J. Sigfússon, ţingmađur og fyrrum ráđherra hafa haldiđ fram. Í stuttu máli hljóđar ţađ á ţann veg ađ gćđi séu grundvöllur mikillar vinnu og miklir peningar skapa mesta ánćgju. Misskilningurinn er sem sagt sá ađ á milli séu bein tengsl. Steingrímur hélt ađ hann gćti unniđ nćr allan sólarhringinn og náđ miklum árangri en ţađ var bara ekki ţannig.
Nú vćri gaman ađ vita hvađa sveitarfélög eru ekki međ neina menningarstarfsemi. Mér vitanlega sinna öll sveitarfélög menningarstarfi, bćđi beint og óbeint. Ég ţekki til í litlum sveitarfélögum sem reka bókasöfn, slíkt telst ábyggilega menningarstarf. Ţar er mjög algengt ađ einstaklingar eru styrktir til ađ sinna menningarmálum og fleiri en sveitarfélög veita styrki, t.d. eru menningarráđ starfandi í mörgum landshlutum. Styrkir eru veittir til leiklistarsýningar, málverkasýningar, ljósmyndasýningar, tónleika af fjölmörgu tagi, sagnaritun og fleira og fleira. Og margvísleg menningarstarfsemi flyst frá einum stađ til annars.
Mér finnst algjör óţarfi af Degi ađ sneiđa ađ fátćkum sveitarfélögum og gera ađ ţví skóna ađ engin menning fyrirfinnist ţar. Skynsamlegra vćri fyrir hann og meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur ađ komast ađ ţví hversu margir nýta sér menningarstarf hin opinbera í Reykjavík og ekki síđur hvers vegna hinn stóri fjöldi gerir ţađ ekki.
Stađreyndin er einfaldlega sú ađ í litlum sveitarfélögum sćkja stundum nćr allir íbúarnir menningarstarf af einhverju tagi. Ég hef búiđ á ţremur litlum bćjum á úti á landi og á međan sótti ég miklu fleiri menningarviđburđi en ţegar ég hef veriđ búsettur í Reykjavík.
Í ofanálag er fólk á landsbyggđinni oft bćđi veitendur og ţiggjendur í menningarstarfi. Ţess vegna er mannlífiđ ţar stórbrotiđ og skemmtilegt og ekki síđur fallegt. Sagt er ađ í samanburđinum viđ landsbyggđina séu hlutfallslega fleiri höfuđborgarbúar einmanna.
Dagur B. Eggertsson heldur ađ í ţví sé fólgin ţversögn ađ fólk sé ánćgt međ menningarstarfsemi ţó hún sé ekki kostuđ og skipulögđ af sveitarfélaginu. Hann á greinilega margt ólćrt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.